Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Í skýrslu Hafró í desember síðastliðinn, er meðaltal aldursskiptra vísitalna í fjölda næstliðinna sjö árganga í ýsu 2014 til og með 2020 rúmum fjórðungi hærra en tímabilið 1999 til 2005.
Í skýrslu Hafró í desember síðastliðinn, er meðaltal aldursskiptra vísitalna í fjölda næstliðinna sjö árganga í ýsu 2014 til og með 2020 rúmum fjórðungi hærra en tímabilið 1999 til 2005.
Fréttir 17. mars 2021

Ýsan vanmetin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt því sem segir á vef Landssambands smábátaeigenda er ýsustofninn við landið vanmetinn og því ástæða til að bæta við veiðiheimildir.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambandsins, segir að niðurstöður rallsins 2020 sýndu að ýsustofninn er í góðu ásigkomulagi og samkvæmt aflareglu ráðlagði Hafrannsóknastofnun um 9% aukningu frá fiskveiðiárinu 2019/2020.

„Í skýrslu Hafró í desember síðastliðinn, er meðaltal aldurs­skiptra vísitalna í fjölda næstliðinna sjö árganga í ýsu 2014 til og með 2020 rúmum fjórðungi hærra en tímabilið 1999 til 2005. Ráðlagður heildarafli nú er hins vegar aðeins 45.389 tonn en var fiskveiðiárið 2005/2006 105.000 tonn.

Jafnframt er meðalþyngd allra þeirra árganga sem nú er verið að veiða yfir langtíma meðaltali.
Nú er fiskveiðiárið hálfnað og staða margra útgerða farin að þrengjast. Í krókaaflamarkinu er búið að veiða um fjórðungi meira en það sem bátarnir fengu úthlutað samkvæmt aflahlutdeild. Með því að skipta þorski út fyrir ýsu úr aflamarkskerfinu hafa þeir aukið heimildir um 1.655 tonn. Þrátt fyrir það eru aðeins þúsund tonn eftir sem endast verður til loka fiskveiðiársins. Sambærilegur vandi er í aflamarkskerfinu, 11 þúsund tonn óveidd.

Fyrirsjáanlegt er að fjölmargar útgerðir, jafnt stórar sem smáar þurfa að óbreyttu að stöðva veiðar á næstunni. Við því þarf ráðherra að bregðast með því að bæta strax við heimildum en ekki bíða með það til 1. september.“

Örn segir að Landssamtök smábátaeigenda og Sjómannasamtökin hafi átt fund með sjávarútvegsráðherra um stöðuna og hafi ráðherra í framhaldinu komið á fundi milli samtakanna og hafrannsóknastofnunar.

Skylt efni: Ýsa fiskar

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...