Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Jóhannes Geir Gunnarsson segir lykilinn að hugsa vel um féð til að ná árangri, þótt kynbætur hafi sitt að segja.
Jóhannes Geir Gunnarsson segir lykilinn að hugsa vel um féð til að ná árangri, þótt kynbætur hafi sitt að segja.
Mynd / ál
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjartsýnn á framtíð sauðfjárræktarinnar og vill hvetja ungt fólk til að fara í greinina.

Jóhannes er þrítugur og verður unnusta hans, Stella Dröfn Bjarnadóttir, tuttugu og sjö ára í sumar. Búið er rekið í nánu samstarfi við foreldra Jóhannesar, Gunnar Þorgeirsson og Grétu Brimrúnu Karlsdóttur, sem búa steinsnar frá á Neðri-Fitjum.

Aðspurður um hvernig það sé að vera ungur bóndi svarar Jóhannes: „Það er bara draumur – bjart fram undan og afurðaverð á uppleið, verið að rækta riðuna í burtu og allt að gerast.“ Á undanförnum árum hafi riða greinst á nokkrum bæjum í landshlutanum sem hafði í för með sér breyttan veruleika vegna sóttvarnatakmarkana. Gangi allt eftir ættu þær hömlur ekki að vera mikið lengur.

Efri-Fitjar eru í Fitjárdal í Vestur-Húnavatnssýslu. Þar reka tvær fjölskyldur þúsund kinda sauðfjárbú.

Samtals þúsund kindur

Jóhannes og Stella eiga rúmar fimm hundruð kindur og foreldrar hans álíka mikið fé. Flestir gripirnir eru saman í stórum fjárhúsum á Efri-Fitjum, á meðan rúmlega hundrað kindur eru í Áslandi, sem er skammt frá. Jóhannes segir áform vera uppi um að byggja við fjárhúsin til þess að allar ærnar geti verið á sama stað.

Byggingin var reist upp úr 1980 og rúmar meginálma fjárhúsanna ríflega sjö hundruð kindur. Þar eru ærnar á grindum og er þeim gefið á garða. Þá eru votheysgryfjur í enda fjárhúsanna nýttar til að hýsa það sem upp á vantar. Á Efri-Fitjum hafa verið smíðaðar einstaklingsstíueiningar sem passa í krærnar á sauðburði. Þær eru þannig útbúnar að hægt er að loka af endanum sem er fjær garðanum og mynda gang sem nær endilanga króna. Eftir því sem fleiri kindur bera er hægt að bæta við fleiri stíum og þegar allar eru komnar upp eru einstaklingspláss fyrir rúmlega tvö hundruð kindur. Þá hafa allar ærnar aðgang að brynningarstút sem tvær deila með sér.

Á Efri-Fitjum eru settar upp rúmlega tvö hundruð einstaklingsstíur á sauðburði sem spara mikla vinnu. Hægt er að gera gang sem nær endilanga króna og allar ærnar komast í vatn.

Þegar búið er að marka eru kindur með nægjanlega stálpuð lömb settar í fjölbýli á meðan hinar sitja eftir. Þá er auðvelt að setja næstu kindur í þær stíur sem losna án þess að þurfa að bera gripi yfir milligerði eða fara í miklar tilfæringar. Áður en þetta kerfi var útbúið þurfti að færa til allar grindur ef til stóð að flytja kind sem var í einstaklingsstíu í miðri kró. Þegar blaðamann bar að garði í byrjun maí voru um fimmtíu ær bornar og reiknar Jóhannes með að í lok mánaðar verði sauðburðurinn að mestu búinn.

Afurðirnar í hæstu hæðum

Afurðirnar á búinu hafa verið góðar undanfarin ár. Meðalfallþungi lambanna hefur verið í kringum tuttugu kílógrömm. Þau hafi oft verið í öðru eða þriðja sæti yfir afurðahæstu sauðfjárbú landsins en Jóhannes segist ekki hafa tekist að skáka búinu í Gýgjarhólskoti. „Enda náðum við okkur í hrút til hans í fyrra til að reyna að ná honum,“ segir Jóhannes glettinn.

Lykillinn sé að hugsa vel um féð, beita á góða afrétti og vera með góða haustbeit fyrir lömbin sem eru ekki tilbúin til slátrunar þegar þau koma heim. Kynbætur séu ekki aðalatriðið þótt þær hafi sitt að segja. „Umhverfisáhrifin eru svo sterk í þessu, tel ég. Þú nærð ekki árangri eingöngu með kynbótum.“

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...