Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Árni Freyr Magnússon, sem átti hugmyndina að slagorðinu sem var kosið sem slagorð Rangárþings ytra, fékk afhenta gjafakörfu frá Sólrúnu Helgu Guðmundsdóttur, formanni atvinnu-, jafnréttis- og menningarmálanefndar sveitarfélagsins, þegar úrslit úr samkeppninni urðu ljós.
Árni Freyr Magnússon, sem átti hugmyndina að slagorðinu sem var kosið sem slagorð Rangárþings ytra, fékk afhenta gjafakörfu frá Sólrúnu Helgu Guðmundsdóttur, formanni atvinnu-, jafnréttis- og menningarmálanefndar sveitarfélagsins, þegar úrslit úr samkeppninni urðu ljós.
Mynd / Rangárþing ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið. Fjölmargar tillögur bárust en sú sem vann kom frá Árna Frey Magnússyni en það er slagorðið „Fyrir okkur öll“.

„Með slagorðinu finnst mér sveitarfélagið gefa það skýrt til kynna að í Rangárþingi ytra sé samfélag sem hugsi vel um íbúa en býður á sama tíma gesti og þá sem vilja setjast að í sveitarfélaginu velkomna. Slagorðið undirstrikar að sveitarfélaginu sé bæði annt um fyrirtæki og fjölskyldur og allar þær fjölmörgu atvinnugreinar sem einkenna fjölbreytt atvinnulíf sveitarfélagsins.

Einnig býr slagorðið til samheldnistilfinningu hjá íbúum og þá tilfinningu að íbúar séu hluti af heild og að við séum samfélag sem skilji engan út undan. Vilji sé þá hjá sveitarfélaginu til að vera til staðar „Fyrir okkur öll“, segir Árni Freyr.

Skylt efni: Rangárþing ytra

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...