„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið. Fjölmargar tillögur bárust en sú sem vann kom frá Árna Frey Magnússyni en það er slagorðið „Fyrir okkur öll“.
„Með slagorðinu finnst mér sveitarfélagið gefa það skýrt til kynna að í Rangárþingi ytra sé samfélag sem hugsi vel um íbúa en býður á sama tíma gesti og þá sem vilja setjast að í sveitarfélaginu velkomna. Slagorðið undirstrikar að sveitarfélaginu sé bæði annt um fyrirtæki og fjölskyldur og allar þær fjölmörgu atvinnugreinar sem einkenna fjölbreytt atvinnulíf sveitarfélagsins.
Einnig býr slagorðið til samheldnistilfinningu hjá íbúum og þá tilfinningu að íbúar séu hluti af heild og að við séum samfélag sem skilji engan út undan. Vilji sé þá hjá sveitarfélaginu til að vera til staðar „Fyrir okkur öll“, segir Árni Freyr.