Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Jurtaolía með smjörbragði er seld hjá helstu heildverslunum og t.d. notuð í bernaisesósu í staðinn fyrir smjör.
Jurtaolía með smjörbragði er seld hjá helstu heildverslunum og t.d. notuð í bernaisesósu í staðinn fyrir smjör.
Fréttir 16. júlí 2020

„Smjörolía“ í bernaisesósunni

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Í 12. tölublaði Bændablaðsins 18. júní sl. var fjallað um gervirjóma, eða þeytikrem, sem oft væri seldur fólki í stað hefðbundins rjóma. Í viðbrögðum við fréttinni barst blaðinu önnur ábending um vöru sem seld er í brettavís á Íslandi, svokölluð „smjörolía“, þó ekkert smjör sé að finna í henni. Veitingamenn nota olíuna til dæmis í staðinn fyrir ekta smjör til þess að búa til hina vinsælu bernaisesósu.  
 
Samkvæmt orðabók er smjörolía afurð sem fá má úr mjólk, rjóma eða smjöri með því að fjarlægja úr því vatn og fitulaust þurrefni. Orðið nær einnig yfir unna olíu úr smjöri  sem kölluð er „ghee“ og er vinsæl heilsuvara.
 
Í yfirferð um vöruupplýsingar á íslensku á vefsíðum heildverslananna Ísam, Garra, Innness og Danól er alls staðar að finna nafnið „Smjörolía“ yfir jurtaolíuna. Erlendar umbúðir gefa hins vegar réttar upplýsingar til kynna því þar kemur skýrt fram að hér sé á ferðinni „jurtaolía með smjörbragði“. Heildverslun Ásbjörns Ólafssonar gerir vel en þeir auglýsa á vefsíðu sinni „Sunbest olíu með smjörbragði“.
 
Guðrún Vaka Steingrímsdóttir, lögfræðingur Bændasamtakanna, fjallar um jurtaafurðir og önnur matvæli sem líkja eftir eiginleikum hefbundinna mjólkur- og kjötvara í pistlinum „Hvað er kjöt og hvað er mjólk?“ í nýju Bændablaði. Deilt hefur verið um réttmæti þess að nota heiti dýraafurða á merkingar þeirra.
 
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...