Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jurtaolía með smjörbragði er seld hjá helstu heildverslunum og t.d. notuð í bernaisesósu í staðinn fyrir smjör.
Jurtaolía með smjörbragði er seld hjá helstu heildverslunum og t.d. notuð í bernaisesósu í staðinn fyrir smjör.
Fréttir 16. júlí 2020

„Smjörolía“ í bernaisesósunni

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Í 12. tölublaði Bændablaðsins 18. júní sl. var fjallað um gervirjóma, eða þeytikrem, sem oft væri seldur fólki í stað hefðbundins rjóma. Í viðbrögðum við fréttinni barst blaðinu önnur ábending um vöru sem seld er í brettavís á Íslandi, svokölluð „smjörolía“, þó ekkert smjör sé að finna í henni. Veitingamenn nota olíuna til dæmis í staðinn fyrir ekta smjör til þess að búa til hina vinsælu bernaisesósu.  
 
Samkvæmt orðabók er smjörolía afurð sem fá má úr mjólk, rjóma eða smjöri með því að fjarlægja úr því vatn og fitulaust þurrefni. Orðið nær einnig yfir unna olíu úr smjöri  sem kölluð er „ghee“ og er vinsæl heilsuvara.
 
Í yfirferð um vöruupplýsingar á íslensku á vefsíðum heildverslananna Ísam, Garra, Innness og Danól er alls staðar að finna nafnið „Smjörolía“ yfir jurtaolíuna. Erlendar umbúðir gefa hins vegar réttar upplýsingar til kynna því þar kemur skýrt fram að hér sé á ferðinni „jurtaolía með smjörbragði“. Heildverslun Ásbjörns Ólafssonar gerir vel en þeir auglýsa á vefsíðu sinni „Sunbest olíu með smjörbragði“.
 
Guðrún Vaka Steingrímsdóttir, lögfræðingur Bændasamtakanna, fjallar um jurtaafurðir og önnur matvæli sem líkja eftir eiginleikum hefbundinna mjólkur- og kjötvara í pistlinum „Hvað er kjöt og hvað er mjólk?“ í nýju Bændablaði. Deilt hefur verið um réttmæti þess að nota heiti dýraafurða á merkingar þeirra.
 
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...