Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Árni Bragason, landgræðslustjóri.
Árni Bragason, landgræðslustjóri.
Mynd / H.Kr.
Fréttir 20. maí 2020

„Við eigum eina jörð og verðum að umgangast hana á sjálfbæran hátt"

Árni Bragason, landgræðslustjóri, er viðmælandi í nýjum hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar. Í þessu viðtali ræðir Árni m.a. um það hvers vegna Ísland er eitt vistfræðilega verst farna land Evrópu. Þá talar Árni um loftslagsmarkmiðin og jarðvegseyðinguna sem er alvarlegasta ógnin sem blasir við mannkyni, en uppskerutap vegna hennar er gríðarlegt. Hlutverk sveitarfélaga kemur til umræðu og breytt landnotkun. Í framhaldi af því fjallar Árni um friðun lands og þátt landeigenda/bænda. „Við eigum bara eina jörð og ef við umgöngumst hana ekki með sjálfbærum hætti fer illa. Það er enginn sem getur leyft sér að vera „stikkfrí” í þessu máli,” sagði Árni.

„Til þess að rækta þurfum við að hafa jarðveg, vatn og fræ,” segir Árni í viðtalinu og benti á að ef einn þátturinn hyrfi væri ekki hægt að stunda matvælaframleiðslu. Mjög víða eru þurrkar á svæðum sem áður voru frjósöm. Landgræðslustjóri sagði að sunnan Sahara væru risastór svæði sem væru ósjálfbær og um leið ónothæf til matvælaframleiðslu. Vegna þessa væru nú stríðsátök með tilheyrandi hörmungum og nefndi Árni Sýrland sem dæmi.

En áttar fólk sig á mikilvægi moldarinnar? Árni sagði halda að svo væri ekki. „Við tölum lítið um moldina. Hún hefur einhvern veginn verið svo sjálfsögð. En þurfum að passa upp á moldina. Það er hún sem heldur í næringarefnin. Það er í moldinni sem við getum ræktað.”

Endurheimt votlendis kom til umræðu og sagði Árni að losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu votlendi væri gríðarlega mikið. Lítill hluti þess lands sem var ræstur fram er nýttur í þágu landbúnaðar. Landgræðslustjóri sagði best að loka skurðum sem ekki nýtast landbúnaðinum en ef sú staða kæmi upp, að þörf væri á auknu landi, væri hægt að fara aftur á stúfana og þurrka land. Nú er það svo að vilji menn búa til nýja skurði og ræsa fram meira en 2ha þarf að leita leyfis hjá viðkomandi sveitarstjórn. Árni sagði að þetta hefði ekki tíðkast en væri að þokast í rétta átt. Dæmi eru um að land hafi verið ræst fram og síðar hafa landeigendur sótt um ræktunastyrki – og fengið þá. Regluverk í þessum málaflokki er nú í endurskoðun.

Áburðarmál komu til umræðu og sagði Árni að ýmislegt varðandi húsdýraáburð þyrfti að færa til betri vegar. Það skipti máli hvernig hann væri geymdur og hvernig honum væri dreift. Þá gerði Árni að umtalsefni þá staðreynd að milljónum tonna af lífrænum úrgangi væri dælt í Faxaflóa. Sérstaklega mikilvægt, sagði Árni, væri að ná í fósfor sem er í seyrunni.

Að lokum má nefna landgræðsluáætlun sem er í burðarliðnum og verður lögð fyrir Alþingi. Árni segir frá henni í viðtalinu en markmiðið er að hugsa alla landnýtingu upp á nýtt þannig að hún verði byggð á sjálfbærni lands.

Spyrill í þættinum er Áskell Þórisson.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.