Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Arabær
Bóndinn 13. maí 2022

Arabær

Sævar Örn Sigurvinsson og Louise Anne Aitken kaupa Arabæ af Guðlaugi Guðmundssyni sumarið 2006 og við tóku breytingar á fjósi í hesthús.

Fyrstu árin voru stundaðar miklar tamningar, síðan samhliða því fóru þau að rækta rófur lítillega sem hefur aukist mikið ásamt ferðaþjónustu síðustu árin og hestamennskan er orðin meira áhugamál en atvinna.

Býli:  Arabær.

Staðsett í sveit: Flóahreppi í Árnessýslu. Gaulverjabæjarhreppi hinum forna.

Ábúendur: Sævar Örn Sigurvinsson og Louise Anne Aitken.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við hjónin ásamt sex börnum; Svandís Aitken, 15 ára, David Örn Aitken, 14 ára, Axel Örn Aitken, 11 ára, Sóley Lindsay Aitken, 7 ára, Snæbjörn Örn Aitken, 4 ára, Stella Robin Aitken, 3 ára og faðir minn, Sigurvin Ólafsson. Svo erum við með tíkina Ariel og kettina Capucchino og Expresso.

Stærð jarðar? Um 50 hektarar.

Gerð bús? Rófurækt, ferðaþjónusta, hross, nokkrar hænur, kanínur, tvær endur og ein gæs.

Fjöldi búfjár og tegundir? 25 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það þarf að koma börnum af stað í skóla og leikskóla, svo þarf að fóðra hrossin, hænurnar og öll hin dýrin. Suma daga er rófuþvottur og flesta daga þrif á húsum og rúmfötum, skutla á fótbolta, glímu og íþrótta­æfingar og sækja á leikskóla.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? það er ekkert starf leiðinlegt bara misskemmtileg.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan, kannski bæta við sig í grænmetisræktun.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Tækifærin eru alls staðar en líklega mest í grænmetinu.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og smjör.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hrossasnitzel.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það voru mörg eftirminnilega atvik við frumtamningarnar.

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...