Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Eystra-Hraun
Bóndinn 9. júní 2016

Eystra-Hraun

Valmundur og Una byrjuðu að búa á Eystra-Hrauni árið 1989. Valmundur er fæddur og uppalinn þar. Una og Valmundur (Valli) bjuggu með foreldrum hans til að byrja með, síðan byggðu þau og fluttu í sitt eigið hús í árslok 1989. 
 
Árið 1991 var byggt verkstæði og 2005 lausagöngufjós með mjaltargryfju. Elín Þóra, systir Valla, kom í búskapinn með fjölskylduna sína 1997 en flutti í burtu 2008. Þá kom Jón Hilmar í búskapinn og verkstæðið. Í árslok 2011 flutti Dóra, kærasta hans, á Eystra-Hraun.
 
Býli:  Eystra-Hraun.
 
Staðsett í sveit:  Landbroti í Vestur-Skaftafellsýslu.
 
Ábúendur: Valmundur Guðmunds­son og Una K. Jónsdóttir. Jón Hilmar Jónasson og Dóra Einarsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Valmundur og Una eiga þrjú börn; Jón Hilmar (31 árs), Þórarinn (28 ára) og Lína Dögg (16 ára). Jón Hilmar og Dóra eiga Stefaníu Guðrúnu (2 ára) og eitt á leiðinni. Yfir sumartímann býr Katrín Þórarinsdóttir á bænum en á Klaustri á veturna. Á bænum búa líka Labradorinn Moli og kötturinn Herkúles.
 
Stærð jarðar?  Ekki vitað.
 
Gerð bús? Kúabú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 64 mjólkandi kýr, 60 kvígur og þrjú naut.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Dagarnir byrja allir á morgunmjöltum. Eftir mjaltir eru verkin mismunandi eftir árstíma, en mikið af tímanum er eytt á vélaverkstæði sem er á bænum. Svo enda allir dagar á kvöldmjöltum. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu bústörfin er öll útivinna þegar veðrið er eins og maður vill hafa það. Leiðinlegast er að klippa klaufir og pappírsvinna.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við sjáum ekki stórar breytingar.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Höfum enga skoðun.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Bara vel, eins og alltaf.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Erum ekki alveg viss.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Í ísskápnum er alltaf kanna með mjólkinni okkar, ostur, egg, rabarbarasulta og tómatssósa.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grilluð nautasteik frá okkur og meðlæti.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar beljurnar sluppu út um nóttina 21. desember 2014. 
Þær vildu óska Valla til hamingju með 50 ára stórafmælið. Það tók mjög langan tíma að smala þeim aftur inn í fjós.

8 myndir:

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...