Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Galtastaðir ytri
Bóndinn 16. desember 2021

Galtastaðir ytri

Ábúendurnir í Galtastöðum ytri, Stefán Bragi Birgisson og Helga Leifsdóttir, kynntust í búfræðinámi á Hvanneyri árið 2018.

Stefán tók við búinu af ömmu sinni og afa árið 2019 en Helga kemur frá Selfossi og flytur í Galtastaði um sumarið og hefst þá þeirra búskapur.

Býli:  Galtastaðir ytri.

Staðsett í sveit: Galtastaðir eru utarlega í Hróarstungu, Múlaþingi.

Ábúendur: Ábúendur eru Stefán Bragi Birgisson og Helga Leifsdóttir.

Fjölskyldan í Galtastöðum ytri.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Á Galtastöðum ytri búa Stefán og Helga ásamt eins árs syni þeirra, Halldóri Braga. Minkahundarnir Krulli og Rokkó.

Stærð jarðar? 1.250 hektarar.

Gerð bús? Sauðfjárbú, grindahús, troðfull hlaða af þurrheyi og öllu gefið á jötu.

Fjöldi búfjár og og framleiðslumagn? 355 ær, 14 hrútar og 5 hænur. Við framleiddum 8,4 tonn af lambakjöti og settum 52 gimbrar á.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Vinnudagar eru ekki mjög hefðbundnir á þessum bæ. Á haustin þegar rúningur byrjar gefur Stefán á morgnana og fer síðan í rúning um sveitirnar og gefur síðan á kvöldin. Hann er í því flesta daga til miðs desember. Þetta endurtekur sig aftur í snoðrúningnum. Síðan á vorin er hann á minkaveiðum fyrir sauðburð og eitthvað fram á sumar. Svo á sumrin og haustin fer hann í ýmsa íhlaupavinnu hér og þar.

Helga er heimavinnandi eins og er og sinnir barninu sem fer á leikskóla á hverjum degi hér í sveitinni.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Bóndanum finnst skemmtilegast í heyskap í góðri austfirskri sumarblíðu að moka inn heyi í hlöðuna. Skítmokstur og að skafa járnmottur eru leiðinlegustu störfin.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipað margt fé, en búið að auka afurðirnar á því sem hver gripur skilar, vonandi breyta fjárhúsunum, og rækta upp slatta af túnum.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Hætta að selja erlent kjöt hvort sem það er fersk eða frosið, þá eykst salan á því kjöti sem er framleitt hér.

Þeir sem meðhöndla og selja lambakjöt í dag þyrftu að selja kjötið í meira mæli eins og ungt fólk í dag vill kaupa það, án fitu og beins en ekki eins og gamli skólinn vill hafa það, frosið í poka, spikfeitt, með beinum.

Það þarf auðvitað að vera í boði líka en við höldum að ef það væri hægt að framreiða og bjóða lambakjöt án beins og fitu í svipað neytendavænum pakkningum eins og t.d. kjúkling myndi salan á því aukast.

Einnig höldum við að það þurfi að auka framleiðslu á lífrænt ræktuðu lambakjöti því við höldum að neysla á slíku kjöti sé að fara stóraukast á næstu árum, og ég tala nú ekki um ef það væri kolefnisjafnað líka.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, rjómaostur og egg.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Gúllassúpa að hætti Helgu.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Við fengum okkur myndavélar í fjárhúsin síðasta vor og er þetta ein mesta snilld sem hefur verið keypt í fjárhúsin, vinnusparandi og síðan getur maður fylgst með öllu sem þar fer fram.

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...