Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gröf
Bóndinn 28. janúar 2016

Gröf

Ólöf Ragna er fædd og uppalin hér í Gröf en Jón Geir kemur frá Vík í Mýrdal. 
Við tókum við rekstri búsins um áramótin 1995–1996 af foreldrum Ólafar, þeim Ólafi Björnssyni og Steinunni Guðjónsdóttur, en Ólöf Ragna stundar einnig vinnu á Icelandair hótel á Klaustri.
 
Býli:  Gröf.
 
Staðsett í sveit: Skaftártungu í Skaftár­hreppi, Vestur-Skafta­fellssýslu.
 
Ábúendur: Ólöf Ragna Ólafsdóttir og Jón Geir Ólafsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum þrjá syni. Þeir eru Ægir Óli 29 ára, búsettur á Eskifirði með sinni kærustu, Hönnu Dóru, Jón Atli 26 ára, búfræðinemi á Hvanneyri, og Unnsteinn, 15 ára grunnskólanemi.
 
Stærð jarðar?   640 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 450 kindur, 3 hross og 6 smalahundar (en þeir teljast til bústofns hér, ekki til gæludýra).
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Þessa dagana eru það gegningar kvölds og morgna ásamt öðru tilfallandi í kringum féð. Jón Geir er að temja fjárhunda bæði fyrir okkur og aðra. Annars eru það bara hefðbundin störf eftir árstíðum. Á sumrin er Jón Geir með fjárhundasýningar daglega fyrir ferðamenn og Ólöf Ragna þónokkra grænmetisræktun. 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flest bústörf finnst okkur skemmtileg, þó reynir kerlingin að koma sér undan girðingavinnu og karlinum leiðist óskaplega að taka upp kartöflur.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Ekki miklar breytingar í pípunum en alltaf stefnt á að gera betur.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Eru bara í ágætis lagi að okkar mati og við erum þakklát því fólki sem hefur áhuga og tekur að sér þá vinnu.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Höldum að honum vegni vel en við þurfum að gera átak í því að koma afurðum okkar í ferðamanninn, sem nóg er af á landinu.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Hreinleiki og gæði ættu að vera góð söluvara.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og rabarbarasulta.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambahryggur með öllu er sígildur og svo er heimagerð pitsa. Tölum nú ekki um snúðana sem Ólöf Ragna bakar – hvorutveggja alveg ómótstæðilegt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er okkur í fersk­asta minni þegar það fuku hjá okkur fjárhús í ofsaveðrinu núna í desember. Einnig er oft rifjuð upp janúarferðin 2010 þegar Snæbýlis-Grána var sótt inn í Ófærudal. Alveg ógleymanleg ferð.

8 myndir:

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...