Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Parið Ísak og Sóley Erna á góðri stund.
Parið Ísak og Sóley Erna á góðri stund.
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul Helgason, auk þess að vera í stjórn Samtaka ungra bænda (SUB). Ísak kom inn í búskapinn árið 2020 en var þá að klára nám við LbhÍ í búvísindum og búfræði.

Býli og staðsetning?

Bærinn heitir Ósabakki 1 og 2. Búið er rekið núna sem Ósabakki ehf. og er staðsett í í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Ábúendur?

Bændurnir eru ég (Ísak Jökulsson) og hann pabbi minn, Jökull Helgason. En hér búa líka kærastan hans pabba, Ragnheiður Jónasdóttir, og dóttir hennar, Álfheiður Þóra. Kærastan mín, Sóley Erna Sigurgeirsdóttir, sem er að læra dýralækningar í Slóvakíu, og bróðir minn, Logi Jökulsson, sem er að læra búvísindi á Hvanneyri. Það stendur til að ég og Logi munum taka við búskap hér í sameiningu þegar fram líða stundir. Hér búa einnig þrír kettir og fjórar tíkur.

Bærinn Ósabakki ehf. er staðsettur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Gerð bús, stærð jarðar og fjöldi búfjár?

Á bænum er stunduð mjólkur- og nautakjötsframleiðsla með um 50 +/- mjólkandi árskýr. Við höfum eins og er um 330.000 lítra framleiðslurétt. Ég el einnig flesta nautkálfa til kjötframleiðslu. Við erum við með um 300 hausa fjár á vetrarfóðrun með gemlingum og hrútum og um 30-40 hross. Ræktunin telur um 130 hektarar. Á Ósabakka sjálfum eru um 80 hektarar ræktaðir og svo um aðrir 80 sem hægt væri að rækta upp með góðu móti. Við heyjum tún á nágrannabæ sem heitir Álfsstaðir og þar eru um 50 hektarar af eldri túnum.

Hvers vegna velur þú þessa búgrein og dæmi um bústörf?

Ég kom inn í búskapinn árið 2020 en var þá að klára nám við LbhÍ í búvísindum og búfræði. Ég hef að mestu tekið við daglegum rekstri og störfum við nautgripina en pabbi mjólkar með mér enn þá. Við mjólkum enn í mjaltargryfju með 2x6 SAC mjaltarvélum og gengur enn þá sæmilega. Auðvitað viljum við fá okkur mjaltarþjón en það þarf aðeins að undirbúa það og fjármagna aðra hluti fyrst áður en farið verður í það. Kannski á næsta eða þarnæsta ári hendum við upp svoleiðis græju í gamla fjósið. Hins vegar er draumurinn að geta byggt nýtt fjós bráðlega til að gera vinnuaðstöðuna þægilegri og bæta aðbúnað gripa sem leiðir af sér meiri afköst og hagkvæmari framleiðslu.

Unnið hefur verið markvisst að því að bæta uppeldið og telur Ísak ungar kvígur koma sterkar inn. Kynjahlutfall kálfanna hefur verið tiltölulega jafnt og endurnýjun því mjög hröð síðustu árin.

Hverjar eru áskoranirnar?

Áskoranir eru í raun algjörlega fjárhagslegar. Okkur skortir þolinmótt fjármagn til að eðlileg kynslóðaskipti geti orðið og til uppbyggingar á tækjum og húsum. Framleiðslan sem slík gengur ágætlega og meðalnytin fer hækkandi en hún var árið 2023 um 6700 l á hverja árskú í mjólkurframleiðslu og á uppleið. Það vantar upp á mjólkurfituna en hún er að meðtaltali 3,95 fyrir 2023 en er einnig á uppleið. Fituskorturinn skýrist mögulega á því að hjörðin er mjög ung.

Ég hef verið markvisst að bæta uppeldið og ungar kvígur eru því að koma sterkar inn. Einnig hef ég verið heppinn með kynjahlutfall kálfa og því er endurnýjun mjög hröð síðustu árin. Prótein í mjólkinni um 3,28. Í sauðfjárræktinni er árangurinn hjá pabba mjög góður og er að ná um meðaltal fallþunga 20 kg/lamb og gerðin 11,7 árið 2023.

Einnig hefur pabbi verið mikið í því að rækta fé af öllum horna- og litaafbrigðum. Ungnautin ná um 270 kg meðalfalli og meðalaldur slátrunar er um 19 mánuðir.

Stefnan hjá mér fyrir þetta ár er að ná allavega 7000 l meðalnyt árið 2024 og pabbi stefnir á að ná allavega 20 í gerð lambanna. En það er svo margt sem getur komið upp á að það er kannski ekki hollt að setja of mikla pressu á sig í þessu samhengi.

Hvernig væri hægt að gera búskapinn hagkvæmari?

Framtíðarplönin eru allavega þau að koma upp nýju almennilegu og tæknivæddu fjósi sem fyrst. Auka almenna jarðrækt (þá endurrækta tún örar og auka ræktun á grænfóðri, heilsæði og ertum) og auka kornræktina. En aðaláskorunin við kornræktina er að koma sér upp hagkvæmari lausn til að gefa kúnum það markvisst.

Ekki er beint aðstaða í gamla fjósinu til að hafa blandara inni og hugsa því að það þurfi að bíða nýbyggingar. En ég hef verið að rækta um 6 hektara síðustu tvö árin af byggi í nautin og ætla að auka það í um 10 hektara á þessu ári. Svo langar mig rosalega að fara að planta skjólbeltum á stórum skala en kindurnar gera það aðeins flóknara og dýrara að þurfa að girða öll beltin af. Verðum því líkega að byrja smátt.

Hvernig sérðu landbúnað á Íslandi þróast næstu árin?

Ég er í stjórn Samtaka ungra bænda (SUB) og hef því tekið þátt í hagsmunabaráttu bænda og mun gera enn. Ég vona innilega að stjórnvöld og samfélagið sem heild muni sjá hag sinn í því að styðja við innlenda framleiðslu og styrkja til framtíðar. Þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn, annars myndi ég ekki nenna þessu braski!

Instagram-síða: „Ísak Jökulsson“

Fylgist með lífi og starfi fjölskyldunnar á Ósabakka á Instagram-síðu Bændablaðsins næstu tvær vikurnar.

Mykjubras og menntun
Bóndinn 10. janúar 2025

Mykjubras og menntun

Næstu daga geta lesendur kynnst búskapnum á Hvanneyrarbúinu á Instagram Bændabla...

Á kafi í hrossarækt
Bóndinn 20. desember 2024

Á kafi í hrossarækt

Þau Hannes og Ástríður á Ási 2 víla ekki margt fyrir sér. Húsdýrin, sem eru allt...

Þegar kýrhausar komu saman
Bóndinn 6. desember 2024

Þegar kýrhausar komu saman

Á Syðri-Hömrum 3 í Ásahrepp gengur búskapurinn sinn vanagang og hefur húsfreyjan...

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...