Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hrútatunga
Bóndinn 4. ágúst 2020

Hrútatunga

Jón Kristján kaupir jörðina í janúar 2016 af frænda sínum, Gunnari, og konu hans, Sigrúnu, svo flytur Þorbjörg inn haustið 2017. Byrjað var á því að fjölga fénu aftur en það voru um 350 fjár þegar tekið var við.
 
Býli:  Hrútatunga.
 
Staðsett í sveit: Hrútafirði í Húna­þingi vestra.
 
 
Ábúendur: Jón Kristján Sæm­unds­son og Þorbjörg Helga Sigurðar­dóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum þrjú; Jón Kristján Sæm­unds­son og Þorbjörg Helga Sigurð­ardóttir og tæplega þriggja mánaða sonur okkar, Sæmundur Hólmar Jónsson. Svo eigum við hundinn Kátínu og köttinn Skoppu.
 
Sæmundur Hólmar Jónsson.
 
Stærð jarðar?  Tæpir 1.800 hektarar, þar af 37 hektarar í túnum.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú með nokkra hesta til gagns og gamans.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 450 vetrarfóðraðar kindur og 25 hestar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnu­dagur fyrir sig á bænum? Dagarnir eru nú mjög breytilegir á sumrin, fer allt eftir veðri og vindum. 
 
Á veturna er náttúrlega byrjað og endað á því að gefa en svo farið í hin ýmsu störf þess á milli.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu bústörfin væri heyskapurinn og fjárrag á haustin, sauðburðurinn er líka skemmtilegur þó svo hann geti verið krefjandi.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Búskapurinn verður sjálfsagt lítið breyttur eftir fimm ár. Vonandi búið að rækta upp fleiri tún og frekari betrumbætur á hinu og þessu.
 
Hvar eru helstu tækifærin í framleiðslu á íslenskum búvörum? Í hreinleika afurða og upprunavottun.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og egg.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Blessað lambalærið.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var þegar helmingurinn af fénu bar á fimm dögum.
 
Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...