Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hvanná 2
Bóndinn 6. apríl 2017

Hvanná 2

„Við keyptum jörðina sumarið 2016 og fluttum inn á Þorláksmessu. Við vorum með jörðina á leigu frá 2012 til vorsins 2016. Tókum við sauðfjárbúinu 2012 ásamt að leigja jörðina þar til við keyptum hana. 
 
Amma og afi hans Agnars voru ábúendur á undan okkur en Agnar er frá bænum Hofteigi sem er næsti bær við Hvanná 2. Agnar er því Jökuldælingur, fæddur og uppalinn í Jökuldal. Hann er einnig sjálfstæður verktaki, sinnir áburðardreifingu fyrir bændur á Austurlandi og hefur í samstarfi við föður sinn séð um að binda rúllur fyrir bændur í Jökuldal.
 
Sjálf er ég fædd og uppalin á Selfossi og hafði verið mikið í sveit sem barn og unglingur,“ segir Lilja Björnsdóttir á Hvanná 2.
 
Býli:  Hvanná 2.
 
Staðsett í sveit: Jökuldal (Fljótsdalshérað). 
 
Ábúendur: Agnar Benediktsson og Lilja Björnsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 2 fullorðnir, hundurinn Tóta og kanínan Bella.
 
Stærð jarðar?  43 ha ræktað land.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 570 ær, 20 hrútar, 4 hestar, 1 hundur og 1 kanína.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Við gefum morgungjöfina saman, svo er farið í önnur tilfallandi verk á milli gjafa. 
Lilja er í háskólanámi og reynir að sinna því á milli gjafa þegar ekki eru erfið verk sem þarf að vinna úti. Einnig reynum við að stíla á að gefa kvöldgjöfina saman en það er ekki alltaf heilagt. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Agnar: Það er allt skemmtilegt. Miskrefjandi eftir árstíðum. Það eru ekki til nein leiðinleg verk í sveitinni. 
Lilja: Sauðburður, fjárat á haustin og heyskapur er skemmtilegast. Leiðinlegast er að þrífa og bóna bíla og tæki. 
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Sem blómlegasta þrátt fyrir krefjandi verkefni næstu ára. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Okkar skoðun er sú að félagsmálakerfið er of stórt, of mörg félög sem okkur finnst vera stefna að sömu markmiðum og endar yfirleitt á sama fólkinu í sveitunum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Maður vill vera bjartsýnn. Vonandi vel.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Að lambakjöt verði ekki selt sem einn flokkur eins og er í dag. 
 
Að hafa upprunamerkingar í kjöti. Markaðssetja kjötið sem gæðavöru eins og kjötið er.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Grænmetissósa fyrir Agnar og Pepsi Max fyrir Lilju.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Steiktir súpukjötsbitar af veturgamalli rollu.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Lilja getur verið óheppin á haustin og ætti helst ekki að vera í kringum hesta eða fjórhjól. Hefur tvisvar rifið sig úr axlarlið við að keyra fjórhjól og náði að afreka eitt haustið að velta smalahestinum sínum ofan í gjótu. Síðasta haust var hún mestmegnis á bíl eða gangandi og hefur ekki slasað sig við þá iðju ennþá.
 
 
 
 
Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...