Ketilsstaðir 2 / Hvammból
Salóme Þóra Valdimarsdóttir og Ólafur Ögmundsson búa í íbúðarhúsi í Hvammbóli þar sem líka er nýtt smáíbúðagistihús.
Búskapurinn er á Ketilsstöðum 2 þar sem Þórhildur Jónsdóttir býr, en hún er móðir Salóme.
Býli: Ketilsstaðir 2 /Hvammból.
Staðsett í sveit: Í Mýrdal.
Ábúendur: Þórhildur Jónsdóttir, Salóme Þóra Valdimarsdóttir og Ólafur Ögmundsson.
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Þórhildur býr á Ketilsstöðum en Salóme og Ólafur á Hvammbóli ásamt 3 dætrum, þeim Þórhildi, Sædísi og Hörpu, hundunum Tásu og Sölku og kisunni Ísabellu.
Stærð jarðar? Rúmir 300 hektarar.
Gerð bús? Blandað bú með kýr, sauðfé og ferðaþjónustu.
Fjöldi búfjár og tegundir? 73 nautgripir, þar af 24 mjólkurkýr og rúmlega 200 kindur.
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er nú allur gangur á því.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður og heyskapur er yfirleitt skemmtilegastur en viðgerðir á vélum og tækjum leiðinlegastar.
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það fer eftir ýmsu.
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau þurfa að vera langtum beinskeyttari.
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Ef stjórnvöld standa sig vel mun honum vegna ágætlega.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Innanlandsmarkaðurinn er mikilvægasti markaðurinn og það ætti frekar að einbeita sér að honum.
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, rjómi, grænmeti, beikon og egg.
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt, steikt eða soðið.
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Hjá Þórhildi er eftirminnilegast þegar gaus í Eyjafjallajökli. Hjá Ólafi og Salóme þegar brúðkaupsafmælisdeginum og -kvöldinu síðasta sumar var eytt í það að bjarga doða belju sem lá pikkföst ofan í læk og draga úr henni kálfinn.