Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ketilsstaðir 2 / Hvammból
Bóndinn 8. mars 2018

Ketilsstaðir 2 / Hvammból

Salóme Þóra Valdimarsdóttir og Ólafur Ögmundsson búa í íbúðar­húsi í Hvammbóli þar sem líka er nýtt smáíbúðagistihús.
 
Búskapurinn er á Ketilsstöðum 2 þar sem Þórhildur Jónsdóttir býr, en hún er móðir Salóme. 
 
Býli:  Ketilsstaðir 2 /Hvammból.
 
Staðsett í sveit:  Í Mýrdal.
 
Ábúendur: Þórhildur Jónsdóttir, Salóme Þóra Valdimarsdóttir og Ólafur Ögmundsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Þórhildur býr á Ketilsstöðum en Salóme og Ólafur á Hvammbóli ásamt 3 dætrum, þeim Þórhildi, Sædísi og Hörpu, hundunum Tásu og Sölku og kisunni Ísabellu.
 
Stærð jarðar? Rúmir 300 hektarar.
 
Gerð bús? Blandað bú með kýr, sauðfé og ferðaþjónustu.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 73 nautgripir, þar af 24 mjólkurkýr og rúmlega 200 kindur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Það er nú allur gangur á því.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður og hey­skapur er yfirleitt skemmti­lega­st­ur en viðgerðir á vélum og tækjum leiðinlegastar.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það fer eftir ýmsu. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau þurfa að vera langtum beinskeyttari.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Ef stjórnvöld standa sig vel mun honum vegna ágætlega.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Innanlandsmarkaðurinn er mikilvægasti markaðurinn og það ætti frekar að einbeita sér að honum.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, rjómi, grænmeti, beikon og egg.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt, steikt eða soðið.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Hjá Þórhildi er eftirminnilegast þegar gaus í Eyjafjallajökli. Hjá Ólafi og Salóme þegar brúðkaupsafmælisdeginum og -kvöldinu síðasta sumar var eytt í það að bjarga doða belju sem lá pikkföst ofan í læk og draga úr henni kálfinn.
 

7 myndir:

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...