Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Norður-Hvoll
Bóndinn 19. júní 2020

Norður-Hvoll

Ábúendurnir á Norður-Hvoli fluttu þangað árið 1984. Þar hafði þá ekki verið stundaður búskapur í nokkurn tíma. Áður höfðu afi og amma Einars, Kristín Friðriksdóttir og Kristján Bjarnason, búið á jörðinni um margra áratuga skeið.
 
 
Býli:  Norður-Hvoll.
 
Staðsett í sveit:  Mýrdalshreppi, Vestur-Skaft.
 
Ábúendur: Einar Magnússon og Birna Viðarsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum einn son, Hauk. Hann býr í Reykjavík ásamt sambýliskonu sinni, Önnu Kristínu Guðnadóttur, og tveggja ára syni þeirra, Baltasar Þór. Og svo eigum við tíkina Pílu.
 
Stærð jarðar?  400 hektarar.
 
Gerð bús? Við erum aðallega í gulrófnarækt, en einnig sauðfjár- og hrossabúskap.
Fjöldi búfjár og tegundir? 150 vetrarfóðraðar kindur og  20 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Mjög mismunandi, enginn dagur eins. Mest að gera vor og haust. Sauðburður á vorin, undirbúa garðland, sá rófufræjum og setja netdúka yfir. Á haustin er það rófuupptaka og sláturtíð. Veturnir fara í að vinna við rófusendingar og gefa skepnunum. Á sumrin er helst „frí“, þarf reyndar að heyja.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Ætli heyskapurinn sé ekki skemmtilegastur, sauðburður reyndar líka þegar vel gengur. Fátt leiðinlegt ef allt gengur vel.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi svipaðan.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Í aukinni grænmetisframleiðslu.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, súrmjólk, ostur, egg og rabarbarasulta.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambahryggur.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við mættum óvænt nýköstuðu folaldi í snjóskafli á nýársdag.
 
Anna Kristín, Baltasar Þór og Haukur.
 
Píla.
Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...