Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Núpur III
Bóndinn 12. janúar 2018

Núpur III

Á Núpi III undir Vestur-Eyja­fjöllum búa Guðmundur Guðmundsson og Berglind Hilmarsdóttir. 
 
Býli: Núpur 3.  
 
Staðsett í sveit: Vestur-Eyjafjöllum.
 
Ábúendur: Guðmundur Guðmundsson og Berglind Hilmars­dóttir ásamt erfða­prinsinum Sverri Guðmundssyni og Ástu Þorsteinsdóttur frá Fróðastöðum í Borgarfirði.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Ættarhöfðinginn Guðmundur og kona hans, Berglind, eiga saman þrjá krakka; Hilmar Hauk, 35 ára, Unu Björgu, 30 ára og ættarlaukinn Sverri, 28 ára. 
Einnig eru á bænum hundurinn Skotta, hvolparnir Tása og Aamundsen og tveir fjósakettir sem hafa aldrei komið inn í fjós.
 
Stærð jarðar?  Um 220 hektarar af undirlendi og tæpir 3000 ha af heiðarlöndum.
 
Gerð bús? Kúabú með sauðfjár­áhugamál.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 60 mjólkurkýr plús uppeldi. Um 200 nautgripir í heildina, 80 ær, hrútarnir Bergur og Halldór og fimm hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Vaknað um hálf sjö og mjólkað, fjósið skúrað, gefið eftir þörfum og sinnt því sem þarf að sinna þess á milli, jafn misjafnt og dagarnir eru margir. 
Endað á kvöldmjöltum og almennu eftirliti í hús og haga.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt skemmtilegt nema þegar eitthvað er bilað. En sumum finnst mjög leiðinlegt að valsa bygg.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Búið að stækka gamla fjósið um helming fyrir uppeldi, byggja vélageymslu, íbúðarhús, hesthús, kjötvinnslu og endurnýja gamla Zetorinn. Gefum þessu sex ár.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Bændur sjálfir mættu vera duglegri við að hafa áhrif á sín hagsmunasamtök.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef fólk spáir í það hvaðan maturinn kemur.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Ætli það verði ekki að vera lambakjötið og einhverjar mjólkurafurðir.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Egg, smjör, ostur, laukur, gulrætur og mjólk.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Allt sem fæst úr moldinni í heimabyggð, kjöt og grænmeti.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við fluttum kýrnar yfir í nýja fjósið í apríl 2015 og vorið 2010 þegar eldfjallið í bakgarðinum gaus.
 
Eyjafjallajökull byrjaður að gjósa í bakgarðinum vorið 2010.

7 myndir:

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...