Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Steindyr
Bóndinn 13. maí 2015

Steindyr

Hjálmar Herbertsson og Gunnhildur Gylfadóttir hófu búskap á Steindyrum í september 1994.  Tóku þá við af afa og ömmu Gunnhildar. Jörðin var þá í eigu ríkisins. Við keyptum af ríkinu í desember 2004 og keyptum svo jörðina við hliðina, Þverá, í september 2005. 
 
„Við mjólkuðum í eitt og hálft ár í 2 fjósum. Breyttum hlöðu á Steindyrum í 72 bása lausagöngu með gjafaaðstöðu sem við tókum í notkun í mars 2007,“ segja þau Hjálmar og Gunnhildur.
 
Býli:  Steindyr (og Þverá).
 
Staðsett í sveit: Svarfaðardal, Dalvíkurbyggð.
 
Ábúendur: Hjálmar Herbertsson og Gunnhildur Gylfadóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við eigum 4 börn.  Herbert,  ´91, smiður.  Býr á Ytri-Hofdölum í Skagafirði.  Jón Bjarki ´93, nemi í Kvikmyndaskóla Íslands, Gylfi Már ’95, nemi í MA og Kristrún Birna ´98, nemi í VMA.
Síðan eru hundarnir Smali og Lubbi, kettirnir Lotta, Brandur og Slagbrandur og kanínan Dúskur.
Einnig eigum við ótrúlegan fjölda af ættingjum og vinum sem hjálpa okkur mikið og teljast nánast til fjölskyldunnar.
 
Stærð jarðar? Skemmtileg spurning.  Höfum ekki hugmynd!  Ræktuð tún eru 112 ha.  Ágætis beit er innan girðinga og svo úthagi upp í fjallatoppa.
 
Gerð bús? Fyrst og fremst kúabú þó einhver slatti fylgi með af öðru.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 65 kýr, 59 kvígur, 33 naut, 100 kindur, 8 geitur, 16 hross og 16 hænur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Hefst og endar á mjöltum. Yfir sauðburð hefst þó allt og endar í fjárhúsum. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flest er nú gaman en á þessum bæ eru göngur og umstangið í kringum þær hátíð. Útivinna í góðviðri er alltaf skemmtileg og nýfæddar gráar kvígur létta lundina verulega í fjósi. Leiðinlegust er klárlega grjóttínsla úr flögum.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonum að við tórum enn og að eitthvað af draumunum hafi ræst.  T.d. að við verðum búin að mála öll útihús í sömu litum.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Misánægð með þau.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef okkur ber gæfa til að halda hreinleika okkar og sérstöðu með íslenskum búfjárkynjum.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Byrjum á að framleiða ofan í okkur sjálf og ferðamennina.  Síðan teljum við að hægt sé að flytja út sérstöðu og hreinleika íslensks landbúnaðar. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjörvi, ostar, egg, sultur og skinka.
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Skötuselur að hætti húsfreyju, grillmatur og svo klikkar aldrei Tommupitsan.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Gríðarmörg koma upp í hugann. Það gleymist seint þegar bóndinn sendi kvígu undan einni bestu kúnni og nautsföður í sláturhús í staðinn fyrir nautsræfil.  Þá voru kaldar kveðjur frá frúnni!  Líka þegar kýrnar voru settar í „nýja“ fjósið með hjálp ættingja, vina og góðra nágranna.

3 myndir:

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...