Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Stóri-Kroppur
Bóndinn 6. júlí 2017

Stóri-Kroppur

Kristín og Eugen sáu Stóra-Kropp á ferð um landið og féllu algjörlega fyrir staðnum. 
 
Býli:  Stóri-Kroppur.
 
Staðsett í sveit: Reykholtsdal í Borgarfirði.
 
Ábúendur: Eigendur eru Kristín Hjörleifsdóttir Steiner og Eugen Steiner. Bústjóri er Bryndís Brynjólfsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Kristín og Eugen eiga þrjú börn: Hrafn, Svövu og Emblu. Á bænum eru kettirnir Lilli litli og Tímon.
 
Stærð jarðar?  239 hektarar.
 
Gerð bús? Ferðaþjónusta og hrossarækt.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 50 hross og 2 kettir.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Ávallt byrjað á að gefa hestunum og köttunum sem láta alveg vita ef ekki er búið að bæta í dallinn þeirra. 
Svo spilast dagurinn bara dálítið eftir verkefnum. Girðingar, viðgerðir, ferðamenn, hestastúss og hugsa um að halda öllu snyrtilegu. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Alltaf gaman að sjá folöldin fæðast og líka þegar gefið er útigang í vondum veðrum hvað þau verða kát, finnst bara öll bústörf skemmtileg.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Bara svona svipað og í dag, ferðaþjónusta og hross. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Mættu oft vera snarpari.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Mjög vel ef rétt er á málum haldið.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Hreinleiki íslenskra afurða.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, kartöflur og kjöt.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambahryggur.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Get nú ekki tekið eitt fram yfir annað. Finnst alltaf frábært þegar ungviðið fæðist. Svo finnst okkur stórkostlegt að Faxagleðin er haldin hjá okkur í ágúst sem er firmakeppni hestamannafélagsins Faxa þar sem fólkið kemur ríðandi og það er keppt og svo grillum við saman og höfum gaman.

6 myndir:

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...