Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Syðri-Völlur
Bóndinn 1. mars 2022

Syðri-Völlur

Margrét Jónsdóttir frá Syðra-Velli og Þorsteinn Ágústsson frá Brúnastöðum hófu búskap á Syðra-Velli vorið 1982, en þá komu aftur kýr á bæinn eftir nokkurt hlé.

Þau tóku við jörðinni af foreldrum Margrétar, en hún er fjórði ættliður sem situr jörðina.

Býli:  Syðri-Völlur.

Staðsett í sveit: Í Gaulverja­bæjarhreppi hinum forna, nú Flóahreppi.

Ábúendur: Margrét Jónsdóttir og Þorsteinn Ágústsson þar til í desember 2019 þegar hann féll frá.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Guðbjörg Anna, f. 1984, látin 1994, Ingveldur, f. 1994, vefstjóri Ullarverslunarinnar í Gömlu Þingborg, búsett á Selfossi, Jón Gunnþór, f. 1998, búfræðingur og húsasmiður og starfsmaður búsins og Ágúst, f. 2004, nemi í FSu á málmiðnbraut.

Stærð jarðar? 162 hektarar. Auk þess með á leigu 110 hektara á næstu jörðum.

Gerð bús? Hefðbundið blandað bú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Tæplega 100 nautgripir, rúmlega 100 fjár og hrossastóð í haga. Meindýraeyðirinn Brandur og smalahundarnir Skotta og sonur hennar Snati.
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Mjaltir kvölds og morgna og gegningar þess á milli.
Fyrir hádegi fer Margrét í sína aðra vinnu sem er Ullarverslunin í Gömlu Þingborg þar sem hún er verslunarstjóri.



Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapur í góðri tíð er eitthvað það skemmtilegasta. Leiðinlegast er þegar lóga þarf skepnum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi verður hann með svipuðu sniði, en með aukinni mjólkurframleiðslu.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Til að nefna eitthvað, í mjólk og mjólkurvörum.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör og ostur, skyr og rjómi.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Fólkið er alætur og finnst allur matur góður. Kannski stendur þó grillað hrossakjöt upp úr.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar það kom aftur sauðfé á bæinn haustið 2008, eftir riðuniðurskurð 2006.

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...