Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Teigaból.
Teigaból.
Bóndinn 23. febrúar 2017

Teigaból og Skeggjastaðir

Á Teigabóli í Fellum býr Guðsteinn Hallgrímsson og á Skeggjastöðum Einar Örn Guðsteinsson, sonur Guðsteins, og kona Einars, Guðný Drífa Snæland. Þau reka í samvinnu sauðfjárbú á þessum tveimur bæjum sem liggja að einhverju leyti saman en um 2 km eru á milli bæjanna. Einar og Guðný tóku formlega við helmingi búsins í ársbyrjun 2016.  
 
Býli:  Teigaból og Skeggjastaðir.
 
Staðsett í sveit: Fellasveit á Fljótsdalshéraði, við Lagarfljót.
 
Ábúendur: Guðsteinn Hallgrímsson, Einar Örn Guðsteinsson og Guðný Drífa Snæland.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Guðsteinn, faðir Einars, býr á Teigabóli. Á Skeggjastöðum búa Einar og Guðný Drífa ásamt börnunum Vernharði Inga, 15 ára, Ragnari Sölva, 9 ára og Laufeyju Helgu, 7 ára.
 
Stærð jarðar?  Landið er að miklu leyti óskipt til fjalls en samanlagt er ræktað land á jörðunum um það bil 50 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú. Einnig komum við aðeins að skógrækt.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Rúmlega 500 hausar á vetrarfóðrun. Einnig eigum við nokkra hesta til skemmtunar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Á veturna eru gjafir kvölds og morgna. Guðsteinn sinnir svo því sem tilfellur ásamt Einari en Einar er líka verktaki og vinnur því töluvert utan bús. Guðný Drífa vinnur í Fellaskóla og börnin sækja öll skóla þangað.
Á sumrin tekur heyskapur mestan tíma hjá öllum en Einar tekur að sér rúllun fyrir aðra bændur. Unglingurinn er virkur í vinnu á bænum allan ársins hring og yngri börnin taka þátt í því sem verið er að vinna.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allir sammála um að sauðburður sé skemmtilegastur en erfiðastur! Guðný hefur gaman af því að slá en veit ekkert leiðinlegra en að tæta tún. Einari finnst afskaplega leiðinlegt að skafa grindur.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við höldum okkar striki og fjölgum jafnvel fénu. Húsakostur verður bættur og vinnuaðstaða þannig gerð enn betri. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við erum nokkuð jákvæð en það er alltaf hægt að gera betur.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef við höldum áfram að sýna hversu góða vöru bændur á Íslandi hafa að bjóða.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Það má leggja áherslu á það hversu vistvæn vara okkar er í samanburði við aðrar þjóðir. Vanda þarf framsetningu og matreiðslu á kjöti til ferðamanna á Íslandi, það er góð auglýsing!
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, egg, epli og kokteilsósa.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ærfille, lambahryggur, tortillur og grjónagrautur.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar viðbygging við fjárhúsin var reist og það náðist að klára rétt áður en vetur skall á.
 
Stórt skref var einnig tekið þegar Skeggjastaðir voru keyptir og hægt var að stækka búskapinn umtalsvert.
Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...