Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Valþúfa
Bóndinn 10. september 2020

Valþúfa

Í október 2018 tóku Guðrún Blöndal og Sævar saman föggur sínar á Akranesi og fluttu vestur í Dali þar sem þau höfðu keypt jörðina Valþúfu á Fellsströnd. 

Býli: Valþúfa. 

Staðsett í sveit:  Fellsströnd í Dalabyggð.

Ábúendur: Guðrún Blöndal (Rúna) og Sæþór S. Kristinsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum sjö í heimili, við tvö ásamt börnunum, Kristínu, Stefaníu, Þórði, Þórdísi og Bryndísi. Á heimilinu eru líka smalahundurinn Karen og heimilishundurinn Tryggur.

Stærð jarðar?  Um 630 hektarar.

Gerð bús? Fjárbú með smá nautaeldi til skemmtunar.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 600 fjár, um 40 naut, 4 hross og 6 hænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er mjög árstíðabundið. Dagarnir eru mjög fjölbreyttir sem betur fer.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegastur er sauðburðurinn en leiðinlegast þykir að keyra heim rúllum (þess vegna lendir það alltaf á þeim sama).

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Í svipuðu horfi en þó með aðeins fleiri kindur.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Fjölskylduvænni einingar af lamba-kjöti sem auðvelt og fljótlegt er að elda.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og skyr.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hinar víðfrægu Ritzkexkjötbollur Guðrúnar Blöndal.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar bóndinn tapaði giftingarhringnum í rúlluvélina eftir að hafa verið kvæntur í 40 mínútur.

4 myndir:

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...