Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið rekin þar hefðbundinn landbúnaður. Foreldrar Huldu keyptu jörðina árið 2005 og síðan þá hefur verið stunduð hrossarækt á bænum og byggingar aðlagaðar að þeirri starfsemi. Hulda og Þórarinn, maður hennar, tóku síðan við rekstrinum árið 2014.

Býli? Vesturkot.

Staðsett í sveit? Skeiða- og Gnúpverjahreppur.

Ábúendur? Hulda Finnsdóttir, Þórarinn Ragnarsson og synir okkar tveir, Einar Ingi, 5 ára og Arnór Elí, 2 ára. 

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við erum fjögur í heimili og síðan hundarnir Tara og Freyja og kötturinn Ísleifur.

Stærð jarðar?180 ha.

Gerð bús? Hrossaræktarbú

Fjöldi búfjár? Í kringum 80 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Drengjunum er skutlað í leikskólann og síðan er hafist handa við tamningar, þjálfun og umhirðu hrossa. Það stendur yfir fram undir kvöldmat.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin?
Þegar folöldin fæðast og maður röltir út í haga til að sjá hvað maður fékk. Það er alltaf skemmtilegasti tími ársins. Leiðinlegast er að kveðja gamla vini.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár?
Með svipuðum hætti. Vonandi verða komnar fleiri hryssur í ræktun frá Vesturkoti.

Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Það er alltaf til mjólk, piparostur, coke zero og collab og líka eitthvað sem enginn vill borða – það endist lengst.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu?
Það fer eftir því hvern þú spyrð. Ætli það sé ekki nautalund hjá eldri kynslóðinni en hakk og spaghettí eða kjúklingur með karrígrjónum hjá þeim yngri.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin?
Þau eru nú flest tengd honum Spuna frá Vesturkoti.
Fyrst þegar hann setti heimsmet 5 vetra á Landsmóti 2011, síðan þegar hann vann A flokkinn á Landsmóti 2014, Íslandsmeistaratitill í fimmgangi og þegar hann hlaut Sleipnisbikarinn á Landsmóti 2018.

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...