Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Breskt rúningströll með nýtt heimsmet
Líf&Starf 15. ágúst 2016

Breskt rúningströll með nýtt heimsmet

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bóndi í Cornwall-skíri á Bretlands­eyjum hefur bætt heimsmetið í rúningi um tíu ær. Fyrra met, sem staðið hefur frá 2007, var 721 kind á tólf tímum en er nú 731 kind.

Keppnin felst í því að rýja sem flestar kindur á tólf klukkustundum frá klukkan fimm eftir miðnætti til klukkan fimm síðdegis á sama sólarhring.

Nýja metið, 731 kind, setti Matt Smith sem er breskur sauðfjárbóndi í Cornwall-skíri en fyrra met sem var sett árið 2007 átti Ástralinn Rodney Sutton.

Smith, sem er 32 ára og býr ásamt eiginkonu sinni með tæplega 1.400 fjár á ríflega 160 hektara jörð, er fyrsti maðurinn á norðurhveli til að reyna að fella fyrra met.

Keppni af þessu tagi er aftur á móti vinsæl í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi.

Æsispennandi keppni
Rúningstörn Smith fór vel af stað og var æsispennandi. Á fyrstu tveimur tímunum rúði hann 164 kindur. Eftir það tók hann sér klukkustundar hvíld en að henni lokinni rúði hann 142 kindur frá einum tíma og fjörutíu og fimm mínútum. Að lokinni hálftíma pásu rúði hann 142 kindur frá korter yfir tíu og fram að hádegi. Næsta törn stóð frá klukkan eitt eftir hádegi til korter í þrjú og á þeim tíma misstu 141 kind reifið. Í síðasta áfanga rúði hann 142 kindur. Samanlagt gera það 731 kind á tólf klukkustundum. Meðaltími Smith með hverja kind var 44 sekúndur.

Árs undirbúningur
Eftir að nýju heimsmeti var náð sagði Smith að sig hefði lengi langað til að reyna sig við gamla metið og hann hafi undirbúið sig í rúmt ár fyrir keppnina.

Fjórir aðrir keppendur reyndu sig við heimsmetið á sama tíma og geta þeir allir verið sáttir við árangurinn sem var á bilinu 702 til 721 kind.

Skylt efni: rúningur | Heimsmet

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....