Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stelpur rokka er smiðja í samstarfi við List fyrir alla við starfandi hljómsveitir sem eru öflugar fyrirmyndir fyrir konur í tónlist. Stelpur rokka eiga fjögur frábær myndbönd um raftónlist á Listveitunni.
Stelpur rokka er smiðja í samstarfi við List fyrir alla við starfandi hljómsveitir sem eru öflugar fyrirmyndir fyrir konur í tónlist. Stelpur rokka eiga fjögur frábær myndbönd um raftónlist á Listveitunni.
Mynd / Guðrún Veturliðadóttir
Líf&Starf 17. nóvember 2020

Fjöldi rafrænna listviðburða fyrir grunnskólanemendur um allt land

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er virkilega ánægjulegt að geta miðlað svo fjölbreyttum og faglegum listviðburðum á vefnum okkur og við viljum fyrir alla muni að kennarar nýti sér þennan möguleika og bjóði grunnskólabörnum landsins upp á þetta efni,“ segir Elfa Lilja Gísladóttir, verkefnastjóri verkefnisins List fyrir alla.  

List fyrir alla er verkefni sem ætlað er að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. List fyrir alla er á forræði mennta- og menningar-málaráðuneytisins. 

Elfa Lilja segir að til hafi staðið að bjóða upp á fjölda viðburða í grunnskólum um land allt bæði á síðustu vorönn og svo nú í vetur en kórónuveirufaraldur og samkomutakmarkanir hafi heldur betur sett strik sitt í reikninginn. Fresta hefur þurft fjölda viðburða. 

„Það var mikil tilhlökkun að fara af stað með fjölbreytta listviðburði út um land, en eins og staðan er í augnablikinu bíður það um sinn og við fórum í framhaldinu að hugsa um nýjar og aðrar leiðir til að miðla faglegum listviðburðum,“ segir hún. 

Stuttmyndakeppni fyrir unglinga

Listveitan er nýr vefur sem tengist verkefninu List fyrir alla en þar má finna upplýsingar um hinar ýmsu listgreinar, sviðslistir, bókmenntir, hönnun og byggingalist, tónlist og myndlist auk kvikmyndagerðar. Kvikmyndum og öllu sem að þeim snýr hefur nú verið bætt við vefinn og í tilefni af því verður efnt til stuttmyndahátíðar þar sem nemendum á unglingastigi gefst kostur á að taka þátt. Þema hennar eru kvikindi en Íslendingar hafa sagt og miðlað sögum af skrímslum og óvættum frá upphafi byggðar í landinu. Skilafrestur á myndum er til 23. nóvember næstkomandi.

Aðgengilegt námsefni er á Listveitunni þar sem áhugasamir eru leiddir í gegnum ferlið við að búa til stuttmynd, m.a. fjallað um skapandi og tæknilega hluta kvikmyndagerðar eins og handritaskrif, leikstjórn, kvikmyndatöku, klippingu og hljóðvinnslu.  Í fræðsluefninu er meðal annars veitt innsýn í líf og starf sex ólíkra listamanna á sviði kvikmyndagerðar.

Umkringd myndum alla daga

„Við lifum á tímum sjónrænna miðla og erum umkringd myndum alla daga, og sumar nætur jafnvel. Ungt fólk hefur gríðarlegan áhuga á kvikmyndagerð og myndmiðlun, það er vaxandi og spennandi atvinnugrein og stefna stjórnvalda er að efla miðlalæsi. Fræðsla og þátttaka er mikilvægur partur af því,“ segir Elfa Lilja

„Það er oft þannig að þegar þrengir að þá finna menn nýjar leiðir, hugsa málið upp á nýtt og til verða annars konar tækifæri. Það hefur sannað sig í tilfelli okkar verkefnis en í stað þess að fara um landið með viðburði bjóðum við upp á þá rafrænt nú í vetur,“ segir Elfa Lilja. 

„Rákir – að teikna hreyfingu“ er samvinnuverkefni dansarans Katrínar Gunnarsdóttur og teikn-arans Ránar Flygenring. Þær ferðuðust um Austurland rétt áður en skólum var lokað vegna COVID-19 í byrjun október. Mynd / Sebastian Ziegler.

Ekkert kemur í stað beinu tengslanna

Í boði er fjölbreytt efni þar sem flestar listgreinar koma við sögu. 

„Við hugsum Listveituna sem viðbót við það sem fyrir er. Vissulega hlökkum við mikið til að geta heimsótt nemendur í grunnskólum landsins á ný í raunheimum með faglega unnin listverkefni. Þessar heimsóknir hafa verið mjög skemmtilegar og gefandi fyrir alla. Þessi beinu tengsl listamannanna og barnanna eru ómetanleg. Listveitan virkar vel en kemur aldrei að fullu í stað beinna tengsla og áhorfs úr sal þar sem börn og listamenn eru augliti til auglitis. Listveitan er góð viðbót og mögulega er hægt að þróa hana á spennandi hátt til framtíðar,“segir Elfa Lilja.

Hún segir Listveituna mikinn fjársjóð og hvetur kennara til að leita í þessa gullkistu eftir efni svo grunnskólabörn landsins fái að njóta.

Elfa Lilja Gísladóttir, verkefnastjóri Listar fyrir alla.

Skylt efni: List fyrir alla

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...