Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Spilar á gítar með Spilastokkunum
Fólkið sem erfir landið 2. febrúar 2016

Spilar á gítar með Spilastokkunum

Jón Björn er tólf ára nemandi í Kleppjárnsreykjaskóla. Hann spilar á gítar í hljómsveit ásamt nokkrum vinum sínum sem þeir kalla Spilastokkarnir. Jón á líka nokkrar kindur sem hann sinnir á hverjum degi. 
 
Nafn: Jón Björn Blöndal.
Aldur: 12 ára.
Stjörnumerki: Sporðdreki.
Búseta: Jaðri í Bæjarsveit.
Skóli: Kleppjárnsreykjaskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir, smíði og stærðfræði.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Ég á nokkrar kindur sem ég fer til á hverjum degi til að gefa. Kindurnar eru í uppáhaldi hjá mér.
Uppáhaldsmatur: Lambahryggur með brúnuðum kartöflum, rifsberjahlaupi og brúnni sósu.
Uppáhaldshljómsveit: Spila­stokkarnir.
Uppáhaldskvikmynd: Mér finnst gaman að horfa á íþróttaleiki t.d. körfubolta-, fótbolta- og handboltaleiki.
Fyrsta minning þín? Þegar ég var á Tenerife.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi körfubolta, spila á gítar og spila með hljómsveitinni Spilastokkarnir með nokkrum vinum.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða bóndi og körfuboltamaður.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Klöngrast í klettunum sem heita Tökin í Aðalvík.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að vera stressaður.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar?  Ég fór í útilegu í Flókalund í góðu veðri og fór líka til Englands með fjölskyldunni.
Þórdís Laufey
Fólkið sem erfir landið 23. október 2024

Þórdís Laufey

Nafn: Þórdís Laufey Ragnarsdóttir.

Framtíðarjárnsmiður
Fólkið sem erfir landið 25. september 2024

Framtíðarjárnsmiður

Hann Vésteinn er mikill áhugamaður um gítarspil og skrímsli, auk þess að hafa mi...

Tilvonandi dýraþjálfari
Fólkið sem erfir landið 11. september 2024

Tilvonandi dýraþjálfari

Hún Þórhalla Lilja er hress og kát átta ára stelpa sem er mikil söngkona, tónlis...

Hress og kátur
Fólkið sem erfir landið 28. ágúst 2024

Hress og kátur

Hann Ari Kolbeinn býr í sveit nálægt Egilsstöðum og æfir með íþróttafélaginu Het...

Dýravinur
Fólkið sem erfir landið 14. ágúst 2024

Dýravinur

Glódís er að verða 6 ára í ágúst og unir sér best í kringum dýrin sín. Hún laðar...

Bóndi framtíðar
Fólkið sem erfir landið 10. júlí 2024

Bóndi framtíðar

Hann Eiður er hress og kátur fimm ára strákur sem veit ekkert betra en að brasa ...

Upprennandi lagasmiður
Fólkið sem erfir landið 12. júní 2024

Upprennandi lagasmiður

Hún Soffía Ellen hefur gaman af því að föndra og dansa ballett og ætlar að verða...

Lífsglöð söngkona
Fólkið sem erfir landið 29. maí 2024

Lífsglöð söngkona

Hún Salka Dögg er hress og kát níu ára stúlka sem leggur stund á hip hop dans, þ...