Eindæma gott ræktunarsumar fyrir tíu árum
Fyrir tíu árum var eindæma gott ræktunarsumar á Íslandi og allt sem óx í jörð kom vel út.
Í forsíðufrétt Bændablaðsins 9. september 2008 sagði að allt það sem bændur ræktuðu það sumar hefði komið óvenju vel út. „Komið hefur fram að kartöfluuppskera hafi verið með allra besta móti um allt land. Sama er að segja um útiræktað grænmeti og elstu menn muna ekki aðra eins berjasprettu og í ár,“ sagði í fréttinni.
Skoða má eldri tölublöð Bændablaðsins á vefnum timarit.is.