Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Myndatextinn frá 2007 var á þessa leið: „Svínabú landsins eru ótrúlega tœknivœdd. Auðbjörn er hér við stfórnborðið ísvínahúsinu en með því stjórnar hann fóðruninni og ýmsu öðru.“
Myndatextinn frá 2007 var á þessa leið: „Svínabú landsins eru ótrúlega tœknivœdd. Auðbjörn er hér við stfórnborðið ísvínahúsinu en með því stjórnar hann fóðruninni og ýmsu öðru.“
Gamalt og gott 16. nóvember 2017

Finnsk kynbótasvín í einangrun í Hrísey

Fyrir 20 árum, þann 11. nóvember 1997, var á forsíðu Bændablaðsins greint frá því að fyrstu finnsku kynbótasvínin hefðu lokið einangrunarvist sinni í Hrísey og hefðu þau verið flutt á svínabú í landi. Það á ágætlega við að rifja þessa frétt upp í dag, en á forsíðu Bændablaðsins sem gefið var út í morgun er sagt frá því að fyrirhugað væri að setja 40 fyrstu fósturvísana af Angus-holda­nautakyninu frá Noregi upp á næstu vikum í kýr í nýrri einangrun­ar­stöð Nautgripa­ræktar­miðstöðvar Íslands ehf. á Stóra-Ármóti í Flóa. Fósturvísarnir komu til landsins 11. nóvember síðastliðinn.

Í gömlu fréttinni kemur fram að kynbótasvínin væru af Yorkshire- og landkyni, gylta og galtargrísir. „Auðbjörn Kristinsson í Hraukbæ í Glæsbæjarhreppi er einn þeirra svínabænda sem er með nokkur svín í framhaldseinangrun. „Þetta hefur gengið mjög vel og mér lýst afar vel á þessi svín," sagði Auðbjörn sem mun gæta þeirra dýra sem hann fékk í hálft ár áður en leyft verður að dreifa dýrum á milli allra búa. En hvað sér Auðbjörn við þessi dýr? „Við lögðum mikla áherslu á það núna að fá til landsins dýr með sterka og öfluga fætur. Ég tel að það hafi heppnast ágætlega. I mörgum ræktuðum stofhum hefur pörun reynst vandamál en mér sýnist að slíkar áhyggjur séu óþarfar þegar þessi dýr eru annars vegar. Hvað kjötframleiðsluna varðar þá á að vera hægt að vera með stærri skokka án þess að fita sé neitt vandamál. Vöðvabygging er góð og dýrin eru falleg,“ segir á forsíðunni þriðjudaginn 11. nóvember 2007.

Hægt er að skoða gömul tölublöð Bændablaðsins á vefnum timarit.is.

Verðlaunagripir á kúasýningu
Gamalt og gott 5. apríl 2024

Verðlaunagripir á kúasýningu

Þann 31. ágúst 2002 var haldin kúasýningin Kýr 2002 í Ölfushöllinni. Þan...

Páskaeggjaframleiðslan á fullu
Gamalt og gott 28. mars 2024

Páskaeggjaframleiðslan á fullu

Árið 1979 voru framleidd tæplega fjögur hundruð þúsund páskaegg hérlendis, Íslen...

Mjólkurpóstur á Laugavegi
Gamalt og gott 22. janúar 2024

Mjólkurpóstur á Laugavegi

Mjólkurpóstur á Laugavegi í Reykjavík er myndin titluð og er frá árinu 1949. Þjó...

Heyflutningar
Gamalt og gott 12. desember 2023

Heyflutningar

Í mars það herrans ár 1966 stóðu pallbílar, fullfermdir af heyi við Bændahöllina...

Ullarflíkur frá Álafossi
Gamalt og gott 28. nóvember 2023

Ullarflíkur frá Álafossi

Hér sjást ullarflíkur frá Álafossi. Mynd tekin fyrir búnaðarblaðið Frey árið 198...

Kornskurður á Búlandi
Gamalt og gott 15. nóvember 2023

Kornskurður á Búlandi

Kornskurður á Búlandi í Austur-Landeyjum haustið 1981. Mynd sem birtist í þriðja...

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917
Gamalt og gott 31. október 2023

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917

MR búðin, Mjólkurfélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917 og hefur selt í gegnum...

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“
Gamalt og gott 17. október 2023

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“

Mynd úr safni Bændasamtakanna. Með henni fylgir vélritaður miði sem á stendur: „...