Gríðarleg verðhækkun á tilbúnum áburði fyrir tíu árum
Hrikalegar verhækkanir á tilbúnum áburði og kjarnfóðri blöstu við bændum um áramótin 2007 og 2008. Töldu áburðarsalar sem rætt var við, á forsíðu jólablaðs Bændablaðsins 18. desember 2007, að verðhækkanir gætu numið allt að 45 prósentum.
Þá kom fram að svína- og kjúklingabændur ættu von á rúmlega 30 prósent hækkun á kjarnfóðri. Ástæðurnar fyrir þessum hækkunum voru taldar nokkrar.
Skoða má jólablað Bændablaðsins á vefnum timarit.is í gegnum tengilinn hér að neðan: