Íslenskar garðplöntur merktar með fánaröndinni fyrir tíu árum
Í Bændablaðinu þriðjudaginn 12. júní árið 2007 er sagt frá því að allir tollar hafi verið afnumdir af garðplöntum 1. mars 2007.
Þar kom fram að vegna þeirrar samkeppni sem þessum breytingum myndi fylgja væri fyrirhugað hjá garðplöntuframleiðendum að taka upp merkingar á íslenskri framleiðslu með íslensku fánaröndinni. Um árabil hafði íslenskt grænmeti verið þannig merkt og nú væri komið að garðplöntunum.