Íslenskt lambakjöt kynnt í þrjátíu matvöruverslunum í New York
Umfangsmikil kynningarherferð stóð yfir í New York á íslensku lambakjöti í byrjun júní fyrir 20 árum. Í umfjöllun á forsíðu Bændablaðsins er rætt við Baldvin Jónsson sem var fulltrúi Bændasamtakanna í þessu verkefni. Baldvin sagði að markaðsetning á lambakjöti í Bandaríkjunum væri mikið þolinmæðisverk og vinnan væri rétt að byrja. Það kom fram hjá Baldvini að lambakjötið væri selt sem „náttúrulegt“ en ekki „lífrænt“. „Á þessu er talsverður munur og brýtur ekki í bág við lög og reglur í Bandaríkjunum,“ sagði Baldvin.