Kanínubú stofnað í Tjarnarkoti fyrir fimm árum
Þanng 13. október sögðum við frá því að Birgit Kostizke hefði stofnað kanínubú í Tjarnarkoti í Húnaþingi vestra. Nú fimm árum síðar er búið enn starfandi og hægt er að kaupa afurðir frá búinu meðal annars í Matarbúrinu sem rekið er á Grandagarðinum í Reykjavík.
Í fréttinni fyrir fimm árum kom fram að ætlunin væri að breyta 200 fermetra fjárhúsi í hús undir kanínubúskapinn - en í upphafi stóð til að stofninn teldi 250 lífdýr og 6.000 sláturdýr.
Til ræktunar eru notaðar tvær tegundir; innlendar holdakanínur og innflutt þýsk tegund sem Helle Grossilber heitir.