Kartöfluuppskerubrestur fyrir tíu árum
Eins og fram kom í viðtali við Bergvin Jóhannsson, bónda á Áshóli og formaður Félags kartöflubænda,í síðasta Bændablaði er útlit fyrir góða kartöfluuppskeru á þessu sumri. Á svipuðum tíma ársins fyrir tíu árum var staðan hins vegar slæm hjá kartöflubændum og útlit fyrir uppskerubrest. Það gerðist aðfararnótt 18. ágúst en þá varð næturfrost í Þykkvabænum.
Afleiðingarnar urðu þær að skortur var á íslenskum kartöflum um veturinn, en 70 prósent af íslenskri kartöfluræktun var þá í Þykkvabænum samkvæmt forsíðufrétt þann 28. ágúst árið 2007. Í fréttinni kom einnig fram að ástandið hefði heldur ekki verið gott í kartöfluræktinni fyrir norðan það sumar því veður hafi bæði verið þurrt og kalt og sprettan því verið fremur lítil.
Forsíðu blaðsins prýddi mynd Jón Gíslasonsar bónda á Búrfelli í Miðfirði og sýndi húnvetnsk hross bregða á leik í sólarlaginu.