Landsmótið á Vindheimamelum 2011
Á forsíðu 13. tölublaðs þann 7. júlí árið 2011, er mynd frá Landsmótinu á Vindheimamelumsem þá var nýafstaðið. Mótið þótti vera glæsilegt, en nauðgun setti þó svartan blett á mótið.
Sleipnisbikarinn, heiðursverðlaun stóðhesta fyrir afkvæmi, hlaut Gári frá Auðsholtshjáleigu og Arður frá Brautarholti hlaut Eyfirðingsbikarinn fyrir 1. verðlaun stóðhesta með afkvæmum. Þá voru Syðri-Gegnishólar valdir ræktunarbú mótsins. Í A-flokki gæðinga sigraði Ómur frá Kvistum með einkunnina 8,98, sýndur af Hinriki Bragasyni. Í A-úrslitum í tölti sigraði Sigursteinn Sumarliðason á glæsihryssunni Ölfu frá Blesastöðum 1A en þau hlutu einkunnina 8,94.