Smyglað kjöt til umfjöllunar í öðru tölublaðinu árið 1987
Í öðru tölublaði Bændablaðsins þann 20. júlí árið 1987 var talsvert fjallað um smygl á kjötvörum; skinku og nautakjöti á forsíðu og blaðsíðum 6-7 einnig. Út úr rannsókn blaðsins kom í ljós að löglegur og ólöglegur skinkuinnflutningur með farmönnum inn í landið var talinn nema hundruðum kílóa á mánuði.
Var rætt við starfsmann hjá einu af stærstu kjötvinnslufyrirtæki landsins um smygl á kjöti. „Þegar haldnar eru stórar veislur á veitingahúsum hérna í bænum, með yfir 100 manns og öllum boðioð upp á nautalundir – og það er ekki keypt af okkur og ekki heldur af stærsta samkeppnisaðila okkar – þá vitum við að það er verið að framreiða smyglað kjöt,“ sagði viðmælandi Bændablaðsins. „Þetta gerist mjög oft en það er erfitt að sanna svonalagað. Það má líka segja að sé verið að smygla upp í vöntun á markaðnum því hingað til hefur ekki þýtt neitt að hringja og panta með skömmum fyrirvara 20 kg af nautalundum án þess að ætla að kaupa lærin með.“
Lesa má þetta annað tölublað Bændablaðsins á vefnum timarit.is: