Sóknarfæri skógarbænda í ræktun jólatrjáa
Í umfjöllun Bændablaðsins frá 14. september 1999 kemur fram að íslenskir skógarbændur ættu sóknarfæri í rækun jólatrjáa.
Fjallað var um málið í tilefni af námskeiði í ræktun jólatrjáa sem þeir Jón G. Pétursson frá Skógræktarfélagi íslands og Þór Þorfinnsson frá Skógrækt ríkisins sáu um haustið 1999. Þar kom fram að Skógrækt ríkisins væri sá aðili sem ræktaði langmest af jólatrjám á Íslandi. Fram til þessa hafði mest af framleiðslunni komið úr Skorradal.
„Það blasir því við að íslenskir skógarbændur eiga nú sóknarfæri í Þór skógarvörður á Hallormsstað leiðbeinir um snyrtingu jólatrjáa. ræktun jólatrjáa á borð við stafafuru, blágreni og fjallaþin sem allar uppfylla skilyrðin um barrheldni auk þess sem sú ræktun gefur góða von um arðsemi,“ sagði í umfjöllun Bændablaðsins.