Tilraunastöðin á Sámsstöðum í Fljótshlíð
Myndin frá Tilraunastöðinni á Sámsstöðum í Fljótshlíð, neðan við Fljótshlíðarveg, sennilega haustið 1935, í kornakri, virðist vera hafraakur kominn að uppskeru. Svartklæddi maðurinn með kúluhattinn er Metúsalem Stefánsson, búnaðarmálastjóri frá 1926-1935, og þar með forystumaður Búnaðarfélags Íslands á þeim árum. Klemens Kristjánsson, fyrsti tilraunastjórinn á Sámsstöðum, kom þangað 1927 og var þar til 1967. Hann endurvakti kornrækt hér á landi og er sennilega gráklæddi maðurinn til vinstri í akrinum.