Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Yfirvofandi nautakjötsskortur árið 2002
Gamalt og gott 26. janúar 2022

Yfirvofandi nautakjötsskortur árið 2002

Í byrjun árs 2002 birtist á forsíðu Bændablaðsins frétt um að yfirvofandi væri nautakjötsskortur í lok ársins. Rætt var við Runólf Sigursveinsson, sem þá var ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem sagði að dregið hefði mjög úr nautakjötsframleiðslu vegna lágs verðs til framleiðenda.

„Það hefur orðið veruleg raunlækkun á nautakjöti til bænda á undanförnum árum en mjólkin hefur að mestu  haldið í við verðlagsþróunina. Þess vegna hafa mjólkurframleiðendur, sem hafa verið með kjötframleiðslu aukreitis, farið úr í að auka mjólkurframleiðsluna og hætt við nautaeldið. Eftir standa sérhæfð bú sem reyna að ná peningum í gegnum sérhæft nautaeldi með holdablendingum. Þessi bú eru tiltölulega fá og þetta er það dýr framleiðsla og verðið það lágt að menn halda þetta ekki lengi út að óbreyttu,“ sagði Runólfur.

Hreiðar Karlsson, framkvæmdastjóri Kjötframleiðenda ehf., sagði að ástæðan fyrir því hve illa ári hjá nautakjötsframleiðendum sé fyrst og fremst offramleiðsla á nautakjöti á síðustu misserum. Þess vegna væri verðið svo lágt til framleiðenda, sem raun ber vitni.

Runólfur sagði einnig að ef skortur yrði á íslensku kjöti opnaðist sá möguleiki að flytja inn kjöt. En hann sagðist ekki óttast að þar með tapaðist markaður fyrir íslenskt nautakjöt. Hins vegar væri ljóst að ýmislegt þurfi að laga í þessari kjötgrein, bæði hvað varðar framleiðsluna og ekki síður verðmyndun í vinnslu og verslun.

Skoða má gömul tölublöð Bændablaðsins í gegnum vefinn Tímarit.is, þar sem þessa umfjöllun er að finna.

Verðlaunagripir á kúasýningu
Gamalt og gott 5. apríl 2024

Verðlaunagripir á kúasýningu

Þann 31. ágúst 2002 var haldin kúasýningin Kýr 2002 í Ölfushöllinni. Þan...

Páskaeggjaframleiðslan á fullu
Gamalt og gott 28. mars 2024

Páskaeggjaframleiðslan á fullu

Árið 1979 voru framleidd tæplega fjögur hundruð þúsund páskaegg hérlendis, Íslen...

Mjólkurpóstur á Laugavegi
Gamalt og gott 22. janúar 2024

Mjólkurpóstur á Laugavegi

Mjólkurpóstur á Laugavegi í Reykjavík er myndin titluð og er frá árinu 1949. Þjó...

Heyflutningar
Gamalt og gott 12. desember 2023

Heyflutningar

Í mars það herrans ár 1966 stóðu pallbílar, fullfermdir af heyi við Bændahöllina...

Ullarflíkur frá Álafossi
Gamalt og gott 28. nóvember 2023

Ullarflíkur frá Álafossi

Hér sjást ullarflíkur frá Álafossi. Mynd tekin fyrir búnaðarblaðið Frey árið 198...

Kornskurður á Búlandi
Gamalt og gott 15. nóvember 2023

Kornskurður á Búlandi

Kornskurður á Búlandi í Austur-Landeyjum haustið 1981. Mynd sem birtist í þriðja...

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917
Gamalt og gott 31. október 2023

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917

MR búðin, Mjólkurfélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917 og hefur selt í gegnum...

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“
Gamalt og gott 17. október 2023

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“

Mynd úr safni Bændasamtakanna. Með henni fylgir vélritaður miði sem á stendur: „...