Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bláa þruman
Hannyrðahornið 21. mars 2019

Bláa þruman

Höfundur: Handverkskúnst
Að hekla sokka er afskaplega skemmtilegt en jafnframt stundum ögrandi. Þessir fallegu sokkar sóma sér vel á fæti. Allt sokkagarn frá Regia og Drops er nú á 30% afslætti hjá okkur. 
 
Stærð:  35/37 - 38/40 - 41/43 
Lengd fótar: ca 22 - 24 - 27 cm
Hæð á sokk: ca 19 - 20 - 21 cm
Garn: Drops Fabel, fæst í Handverkskúnst
100-150-150 gr litur nr 103, gráblár
Heklunál: 2 mm
Heklfesta: 28 ST x 16 umf eða 28 FL x 35 umf = 10x10 cm.
 
HEKLLEIÐBEININGAR: 
Sokkurinn er heklaður frá tá og upp. Í hverri umf með FL er fyrstu FL skipt út fyrir 1 LL. Endið umf á 1 KL í fyrstu LL. Í hverri umf með ST er fyrsta ST skipt út fyrir 3 LL. Endið umf með 1 KL í þriðju LL.
 
TÁ: Gerið galdralykkju, heklið 7 FL í hringinn. LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið 2 FL í hverja FL = 14 FL. Setjið prjónamerki í byrjun umf og í 8. L. Heklið nú hringinn með 1 FL í hverja L , JAFNFRAMT er aukið út um 1 FL sitt hvoru megin við bæði prjónamerki (útaukning = 2 FL í eina lykkju), endurtakið útaukningu í hverri umf 9-10-11 sinnum til viðbótar (alls 10-11-12 útaukningar) = 54-58-62 FL. Heklið nú eftir mynstri A.1 yfir fyrstu 31-37-37 FL í umf, heklið ST í síðustu 23-21-25 FL. Heklið áfram hringinn með ST undir il og mynstur A.1 yfir rist 31-37-37 L. Þegar stykkið mælist 9-11-14 cm er aukið út um 1 ST sitt hvoru megin við 31-37-37 L yfir rist, endurtakið útaukningu í hverri umf 11-12-12 sinnum til viðbótar (alls 12-13-13 útaukningar) = 47-47-51 ST + A.1. Heklið áfram þar til stykkið mælist 17-19-22 cm frá tá. 
 
HÆLL: Heklið 35-35-41 LL, sleppið 31-37-37 L yfir rist (A.1), heklið 1 FL í næstu 47-47-51 ST, heklið 1 FL í næstu 35-35-41 LL = 82-82-92 FL. Setjið 2 prjónamerki í stykkið, fyrsta í 3.-3.-2. FL umferðar, (það eiga að vera 41-41-46 FL á milli prjónamerkja). Heklið áfram hringinn 1 FL í hverja FL, JAFNFRAMT er fækkað um 1 FL sitt hvoru megin við prjónamerkin (úrtaka = 2 FL heklaðar saman), (= 4 FL færri í hverri umf), endurtakið úrtöku í hverri umf 17-17-17 sinnum til viðbótar (= alls 18 úrtökur) = 10-10-20 FL eftir í umf. Snúið sokknum á rönguna, brjótið hælinn saman og lokið með KL. Slítið frá. 
 
STROFF: Byrjið aftur og heklið eftir mynstri A.1 í 31-37-37 L yfir rist, heklið áfram eftir mynstri A.1 yfir næstu 35-35-41 L. 
 
Heklið áfram eftir A.1 yfir allar lykkjur, síðasti ST í síðustu mynstureiningu er ekki heklaður. Heklið áfram þar til stroff mælist 14-15-16 cm. Heklið 1 umf eftir mynstri A.2. 
Slítið frá og gangið frá endum.
 
Mynstur
 
 
 
Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...

Önnu-peysa
Hannyrðahornið 15. maí 2024

Önnu-peysa

Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 12

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL