Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bláa þruman
Hannyrðahornið 21. mars 2019

Bláa þruman

Höfundur: Handverkskúnst
Að hekla sokka er afskaplega skemmtilegt en jafnframt stundum ögrandi. Þessir fallegu sokkar sóma sér vel á fæti. Allt sokkagarn frá Regia og Drops er nú á 30% afslætti hjá okkur. 
 
Stærð:  35/37 - 38/40 - 41/43 
Lengd fótar: ca 22 - 24 - 27 cm
Hæð á sokk: ca 19 - 20 - 21 cm
Garn: Drops Fabel, fæst í Handverkskúnst
100-150-150 gr litur nr 103, gráblár
Heklunál: 2 mm
Heklfesta: 28 ST x 16 umf eða 28 FL x 35 umf = 10x10 cm.
 
HEKLLEIÐBEININGAR: 
Sokkurinn er heklaður frá tá og upp. Í hverri umf með FL er fyrstu FL skipt út fyrir 1 LL. Endið umf á 1 KL í fyrstu LL. Í hverri umf með ST er fyrsta ST skipt út fyrir 3 LL. Endið umf með 1 KL í þriðju LL.
 
TÁ: Gerið galdralykkju, heklið 7 FL í hringinn. LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið 2 FL í hverja FL = 14 FL. Setjið prjónamerki í byrjun umf og í 8. L. Heklið nú hringinn með 1 FL í hverja L , JAFNFRAMT er aukið út um 1 FL sitt hvoru megin við bæði prjónamerki (útaukning = 2 FL í eina lykkju), endurtakið útaukningu í hverri umf 9-10-11 sinnum til viðbótar (alls 10-11-12 útaukningar) = 54-58-62 FL. Heklið nú eftir mynstri A.1 yfir fyrstu 31-37-37 FL í umf, heklið ST í síðustu 23-21-25 FL. Heklið áfram hringinn með ST undir il og mynstur A.1 yfir rist 31-37-37 L. Þegar stykkið mælist 9-11-14 cm er aukið út um 1 ST sitt hvoru megin við 31-37-37 L yfir rist, endurtakið útaukningu í hverri umf 11-12-12 sinnum til viðbótar (alls 12-13-13 útaukningar) = 47-47-51 ST + A.1. Heklið áfram þar til stykkið mælist 17-19-22 cm frá tá. 
 
HÆLL: Heklið 35-35-41 LL, sleppið 31-37-37 L yfir rist (A.1), heklið 1 FL í næstu 47-47-51 ST, heklið 1 FL í næstu 35-35-41 LL = 82-82-92 FL. Setjið 2 prjónamerki í stykkið, fyrsta í 3.-3.-2. FL umferðar, (það eiga að vera 41-41-46 FL á milli prjónamerkja). Heklið áfram hringinn 1 FL í hverja FL, JAFNFRAMT er fækkað um 1 FL sitt hvoru megin við prjónamerkin (úrtaka = 2 FL heklaðar saman), (= 4 FL færri í hverri umf), endurtakið úrtöku í hverri umf 17-17-17 sinnum til viðbótar (= alls 18 úrtökur) = 10-10-20 FL eftir í umf. Snúið sokknum á rönguna, brjótið hælinn saman og lokið með KL. Slítið frá. 
 
STROFF: Byrjið aftur og heklið eftir mynstri A.1 í 31-37-37 L yfir rist, heklið áfram eftir mynstri A.1 yfir næstu 35-35-41 L. 
 
Heklið áfram eftir A.1 yfir allar lykkjur, síðasti ST í síðustu mynstureiningu er ekki heklaður. Heklið áfram þar til stroff mælist 14-15-16 cm. Heklið 1 umf eftir mynstri A.2. 
Slítið frá og gangið frá endum.
 
Mynstur
 
 
 
Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.