Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fura – heklað eyrnaband
Hannyrðahornið 30. janúar 2019

Fura – heklað eyrnaband

Höfundur: Handverkskúnst
Hér er heklað eyrnaband frá Handverkskúnst.
 
Stærð: S/M – M/L
 
Höfuðmál: 54/56 – 56/58 cm
 
Breidd: ca 11-13 cm.
 
Garn: Drops Cotton Merino, fæst í Handverkskúnst 
100-100 g litur 11, skógargrænn
 
Heklunál: 4 mm
 
Heklfesta: 18 hálfir stuðlar og 14,5 umferðir = 10 x 10 cm.
 
Stutt útskýring á stykki:
- Stykkið er heklað fram og til baka í vinkil.
- Hver umferð með hálfum stuðlum byrja með 2 loftlykkjum (koma EKKI í stað fyrsta hálfa stuðul).t
 
Uppskriftin:
Heklið 26-32 loftlykkjur (meðtaldar 2 loftlykkjur til að snúa við með) með heklunál 4.
 
Heklið 1 hálfan stuðul í 3. loftlykkju frá heklunálinni (= 1 hálfur stuðull) – sjá stutta útskýringu að ofan, heklið 1 hálfan stuðul í hverja og eina af næstu 11-14 lykkjum, heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 hálfan stuðul í hverja og eina af næstu 12-15 loftlykkjum = 24-30 hálfir stuðlar.
 
Heklið A.1 yfir fyrstu 5 hálfa stuðlana, A.2 yfir næstu 6-9 hálfa stuðla, A.3 yfir næsta hálfa stuðul + loftlykkjuboga + hálfan stuðul, A.2 yfir næstu 6-9 hálfan stuðul og endið með A.4 yfir síðustu 5 hálfa stuðla.
 
Haldið svona áfram með mynstur. Fækkið um 1 lykkju í hverri umferð í A.1 og A.4 og aukið út um 1 lykkju hvoru megin við loftlykkjuboga í A.3 (= 2 lykkjur fleiri í hverri umferð í A.3), þ.e.a.s. lykkjufjöldinn verður sá sami. Athugið heklfestuna.
 
Þegar stykkið mælist 49-51 cm þar sem það er lengst, klippið frá og festið enda. Saumið eyrnabandið saman í ystu lykkjubogana á hvorri hlið.
 
Mynstur:
 
= hálfur stuðull í lykkju
 = heklið 2 hálfa stuðla saman þannig: * Bregðið bandi um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið bandið *, heklið frá *-* einu sinni til viðbótar, bregðið bandinu um heklunálina og dragið bandið í gegnum allar 5 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 hálfur stuðull færri).
= hstuðull í aftari lykkjubogann frá réttu
= heklið 2 hálfa stuðla saman í aftari lykkjubogann
 = hálfur stuðull um loftlykkjuboga
 = 3 loftlykkjur
  = fyrsta umferð hefur nú þegar verið hekluð, þetta sýnir bara hvernig hekla á næstu umferð í/um lykkjurnar.
 
 
 
Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...

Önnu-peysa
Hannyrðahornið 15. maí 2024

Önnu-peysa

Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 12

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL