Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Jólakósí
Hannyrðahornið 11. desember 2023

Jólakósí

Höfundur: Prjónakveðja Stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Prjónuð flöskuhulstur úr DROPS Nepal

DROPS mynstur: ne-132

Stærð: Passar á 0,75 l flösku.

Garn: DROPS Nepal fæst hjá Handverkskúnst, www.garn.is
- 100gr af natur, nr 0100.
- 50gr af granatepli, nr 3608

Prjónar: nr 5 – eða sú stærð sem þarf til að 17 lykkjur með sléttuprjóni verði 10 cm á breidd.

Garðaprjón (prjónað í hring): *1 umf slétt og 1 umf brugðið *, endurtakið frá *-*.

Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.2.

Flöskuhulstur 1 (granatepli): Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 36 l á sokkaprjóna nr 5 með granatepli. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið nú síðan A.1 2 sinnum á breidd. Þegar A.1 hefur verið prjónað 5 sinnum á hæð eru prjónaðar 4 umf garðaprjón. Stykkið mælist ca 20 cm. Fellið af.

Flöskuhulstur 2 (natur): Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 48 l á sokkaprjóna nr 5 með natur. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið nú A.2 2 sinnum á breidd. Þegar stykkið mælist ca 22 cm (stillið af eftir 4. umf í A.2) prjónið nú 1 umf br yfir allar l. Næsta umf er prjónuð þannig: * Prjónið 2 l slétt saman, sláið uppá prjóninn *, endurtakið frá *-*. Næsta umf er prjónuð br. Prjónið nú stroff 2 l sl, 2 l br. Þegar stykkið mælist 32 cm fellið af með sl yfir sl og br yfir br.

Snúra: Klippið 2 þræði ca 1,5 metra með natur. Tvinnið þræðina saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá tvinnar hún sig aftur saman. Hnýtið hnút á hvorn enda. Þræðið snúruna upp og niður í gataumferðina á hulstrinu og hnýtið slaufu yfir einn kaðalinn.

Þetta er síðasta uppskriftin frá okkur á árinu og viljum við því nýta tækifærið og þakka fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Okkar bestu óskir um kósíheit og gleði á aðventunni og yfir jólahátíðina.

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.