Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jólakósí
Hannyrðahornið 11. desember 2023

Jólakósí

Höfundur: Prjónakveðja Stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Prjónuð flöskuhulstur úr DROPS Nepal

DROPS mynstur: ne-132

Stærð: Passar á 0,75 l flösku.

Garn: DROPS Nepal fæst hjá Handverkskúnst, www.garn.is
- 100gr af natur, nr 0100.
- 50gr af granatepli, nr 3608

Prjónar: nr 5 – eða sú stærð sem þarf til að 17 lykkjur með sléttuprjóni verði 10 cm á breidd.

Garðaprjón (prjónað í hring): *1 umf slétt og 1 umf brugðið *, endurtakið frá *-*.

Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.2.

Flöskuhulstur 1 (granatepli): Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 36 l á sokkaprjóna nr 5 með granatepli. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið nú síðan A.1 2 sinnum á breidd. Þegar A.1 hefur verið prjónað 5 sinnum á hæð eru prjónaðar 4 umf garðaprjón. Stykkið mælist ca 20 cm. Fellið af.

Flöskuhulstur 2 (natur): Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 48 l á sokkaprjóna nr 5 með natur. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið nú A.2 2 sinnum á breidd. Þegar stykkið mælist ca 22 cm (stillið af eftir 4. umf í A.2) prjónið nú 1 umf br yfir allar l. Næsta umf er prjónuð þannig: * Prjónið 2 l slétt saman, sláið uppá prjóninn *, endurtakið frá *-*. Næsta umf er prjónuð br. Prjónið nú stroff 2 l sl, 2 l br. Þegar stykkið mælist 32 cm fellið af með sl yfir sl og br yfir br.

Snúra: Klippið 2 þræði ca 1,5 metra með natur. Tvinnið þræðina saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá tvinnar hún sig aftur saman. Hnýtið hnút á hvorn enda. Þræðið snúruna upp og niður í gataumferðina á hulstrinu og hnýtið slaufu yfir einn kaðalinn.

Þetta er síðasta uppskriftin frá okkur á árinu og viljum við því nýta tækifærið og þakka fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Okkar bestu óskir um kósíheit og gleði á aðventunni og yfir jólahátíðina.

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024