Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kósísokkar á börn
Hannyrðahornið 18. september 2018

Kósísokkar á börn

Höfundur: Handverkskúnst
Prjónaðar tátiljur með garða­prjóni og picot-kanti frá Drops Eskimo. 
 
Stærðir:  20/21 - 22/23 - 24/25 - 26/28 – 29/31 – 32/34
Lengd fótar: 12 - 13 - 15 - 17 - 18 - 20 cm 
Garn: Drops Eskimo
100-100-150-150-150-200 g nr 54, millifjólublár
 
Prjónar: hringprjónar (40, 60 eða 80 cm) nr 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur x 33 umf með garðaprjóni verði 10 x 10 cm.
Garðaprjón (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.
 
PICOT KANTUR (prjónaður fram og til baka):
 
Umferð 1 (= rétta): Prjónið sl.
Umferð 2 (= ranga): Prjónið sl.
Umferð 3 (= rétta): Prjónið sl þar til 4 lykkjur eru eftir, þær eru prjónaðar þannig: 2 slétt saman, sláið uppá prjóninn, í hverja og eina af 2 síðustu lykkjum eru prjónaðar 2 lykkjur = 2 nýjar lykkjur á prjóni.
Umferð 4 (= ranga): Takið 1 lykkju óprjónaða, 1 lykkja sl, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, 1 lykkja sl og steypið öftustu lykkju á hægri prjón yfir fremstu, fækkað hefur verið um 2 lykkjur – prjónið nú sl út umf. Endurtakið umf 1 til 4. 
 
TÁTILJA:
Stykkið er prjónað fram og til baka.
 
UPPÁBROT:
Fitjið upp 14-14-16-16-18-18 lykkjur á hringprjóna nr 5 með Eskimo. Setjið 1 prjónamerki innan við 4 síðustu lykkju á prjóni á vinstri hlið á stykki (séð frá réttu). Prjónið garðaprjón– sjá skýringu að ofan, jafnframt er prjónaður picot kantur yfir síðustu 4 lykkjurnar – sjá skýringu að ofan. Haldið svona áfram þar til prjónaðar hafa verið alls 56-64-68-76-84-88 umf garðaprjón, stykkið mælist ca 17-19-21-23-25-27 cm, fellið af.
 
FÓTUR:
Prjónið upp 1 lykkju í hvern garð meðfram langhlið án picot kantar = 28-32-34-38-42-44 lykkjur. Prjónið garðaprjón í 2 cm, síðasta umf = frá röngu. 
 
Prjónið fyrstu 8-10-11-12-14-15 lykkjur með garðaprjóni og setjið þessar lykkjur á band, aukið út um 1 lykkju, prjónið næstu 12-12-12-14-14-14 lykkjur með garðaprjóni, aukið út um 1 lykkju, prjónið síðustu 8-10-11-12-14-15 lykkjurnar og setjið þær á band, klippið frá. Prjónið síðan garðaprjón yfir þær 14-14-14-16-16-16 lykkjur sem eftir eru. Þegar efri hlutinn mælist 4-4-5-6-6-7 cm fellið af 1 kantlykkju á hvorri hlið frá röngu = 12-12-12-14-14-14 lykkjur, setjið lykkjur á 1 band. Klippið frá. Prjónið næstu umf þannig (= rétta): Prjónið lykkjur af bandi jafnframt eru prjónaðar upp 7-7-9-10-10-12 lykkjur hvoru megin við efra stykki innan við 1 kantlykkju = 42-46-52-58-62-68 lykkjur. Héðan er nú mælt. Haldið áfram fram og til baka með garðaprjóni. Setjið 1 prjónamerki fyrir miðju framan á tá. Þegar stykkið mælist 2 cm eru prjónaðar 2 lykkjur slétt saman hvoru megin við prjónamerki og prjónið 2 lykkjur slétt saman innan við 1 kantlykkju á hvorri hlið, endurtakið úrtöku í annarri hverri umf (= alls 4 l færri í annarri hverri umf). Haldið áfram með úrtöku þar til stykkið mælist 3-3-4-4-5-5 cm – fellið af. 
 
Saumið saum undir il yst í lykkjubogann svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Prjónið aðra tátilju alveg eins. 
 
Prjónakveðja,
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
 
Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.