Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Paloma-jakki
Hannyrðahornið 14. maí 2019

Paloma-jakki

Höfundur: Handverkskúnst
Bolero-jakki prjónaður úr Drops Kid-Silk. Léttur og fallegur jakki sem gott er að eiga yfir sumarkjólinn. 
 
Stærðir:  S (M) L (XL) XXL (XXXL).
 
Garn:  Drops Kid-Silk, fæst hjá Handverkskúnst: Rjómahvítur nr 01: 50 (75) 75 (75) 75 (100) g 35% aflsáttur frá 25.04. – 31.05 af öllu Drops garni.
 
Prjónar: Hringprjónn, 60-80 cm nr 5,5 – eða sú stærð sem þarf til að 17 lykkjur og 34 umf í garðaprjóni með 1 þræði verði 10 x 10 cm.
 
Heklunál: nr 4,5 – fyrir hálsmál. 2 stk tölur í allar stærðir.
 
Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.
 
Útaukning: Aukið út um 1L með því að taka upp bandið á milli 2ja lykkja og prjónið snúið slétt, þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann til að koma í veg fyrir göt.
 
Úrtaka: Fellið af innan við síðustu lykkju með því að prjóna 2 slétt saman.
 
Hnappagat: Fellið af fyrir hnappagötum á hægri kant að framan. 1 hnappagat = prjónið aðra og þriðju lykkju frá kanti slétt saman og sláið uppá prjóninn. Mælt frá kanti á hálsi við miðju að framan og fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: 
STÆRÐ S (M) L: 1 og 4 cm.
STÆRÐ (XL) XXL (XXXL): 1 og 5 cm.
 
Bolero: Jakkinn er prjónaður sem eitt stykki. Byrjað er neðst á bakstykki, aukið út fyrir ermum, fellt af fyrir hálsmáli, jafnframt er fellt af á ermum og prjónað er niður framstykki. Prjónað er fram og til baka á hringprjón.
 
Bakstykki: Fitjið upp 60 (66) 74 (82) 92 (102) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjóna nr 5,5 með Kid-Silk. Prjónið garðaprjón. Þegar stykkið mælist 4 cm er aukið út um 1L á hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING! Endurtakið útaukningu með 3 (3) 3½ (3½) 4 (4) cm millibili 4 sinnum til viðbótar (alls 5 sinnum) = 70 (76) 84 (92) 102 (112) lykkjur. 
Þegar stykkið mælist 19 (20) 21 (22) 23 (24) cm fitjið upp 1 lykkju í lok hverrar umf á hvorri hlið: 1 (1) 2 (2) 3 (4) sinnum, 2 lykkjur; 2 (3) 2 (2) 1 (1) sinnum, 4 lykkjur; 2 (1) 1 (1) 1 (0) sinnum, 6 lykkjur; 1 sinni fyrir allar stærðir, 8 lykkjur; 1 sinni fyrir allar stærðir,  17 (18) 17 (14) 12 (12) lykkjur 1 sinni = 158 (162) 166 (168) 172 (176) lykkjur á prjóni. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 37 (39) 41 (43) 45 (47) cm. Fellið af fyrir hálsmáli 18 (18) 20 (20) 22 (24) lykkjur fyrir miðju = 70 (72) 73 (74) 75 (76) lykkjur á hvorri öxl/ermi. Setjið lykkjur af vinstra framstykki á þráð/band. 
 

 
Hægra framstykki: = 70 (72) 73 (74) 75 (76) lykkjur. Prjónið 1 cm, setjið 1 prjónamerki hér = miðja ofan á öxl. Héðan er nú mælt. Haldið áfram að prjóna fram og til baka þar til 11 cm hafa verið prjónaðir frá prjónamerki ofan á öxl. Fitjið upp nýjar lykkjur í lok hverrar umf við hálsmál þannig: 1 lykkju; 2 sinnum, 2 lykkjur; 2 sinnum og 6 (6) 7 (7) 8 (9) lykkjur; 1 sinni = 82 (84) 86 (87) 89 (91) lykkjur. (meðtaldar 3 kantlykkjur að framan), jafnframt þegar stykkið mælist 14 (15) 16 (17) 18 (19) cm eru felldar af lykkjur fyrir ermar. Munið eftir hnappagati. Fellið laust af í byrjun á hverri umf neðst á ermi: 17 (18) 17 (14) 12 (12) lykkjur 1 sinni, 8 lykkjur; 1 sinni, 6 lykkjur; 1 sinni, 4 lykkjur; 2 (1) 1 (1) 1 (0) sinnum, 2 lykkjur; 2 (3) 2 (2) 1 (1) sinnum, 1 lykkju; 1 (1) 2 (2) 3 (4) sinnum = 38 (41) 45 (49) 54 (59) lykkjur á prjóninum. Haldið áfram með garðaprjón þar til stykkið mælist 22 (24) 24 (26) 26 (28) cm fellið af 1 lykkju á hlið (sjá úrtaka). Endurtakið úrtöku með 3 (3) 3½ (3½) 4 (4) cm millibili 4 sinnum til viðbótar (alls 5 sinnum) jafnframt þegar stykkið mælist 25 (27) 29 (31) 33 (35) cm felllið af 1L í næstu umf við miðju að framan (fyrir bogalaga framstykki), endurtakið úrtöku í 4. hverri umf 4 (3) 3 (2) 2 (2) sinnum, síðan í annarri hvorri umf 6 (7) 6 (8) 7 (5) sinnum og að lokum í hverri umf 11 (13) 15 (15) 17 (21) sinnum = 12 (13) 16 (19) 23 (26) lykkjur á prjóni, fellið þær af í næstu umf. 
 
Vinstra framstykki: Setjið til baka lykkjur af bandi á prjóninn og prjónið eins og hægra framstykki nema gagnstætt.
 
Frágangur: Brjótið jakkann saman tvöfaldan við öxl = þar sem prjónamerki var sett í stykkið. Saumið hliðar- og ermasauma yst í lykkjubogann. Klippið frá og festið enda.
 
Hálsmál: Heklið kant í kringum hálsmál með heklunál nr 4,5 þannig: Festið endann með 1 fl á hægra framstykki við miðju að framan, 2 ll hoppið fram 1,5 cm, *1 fl, 2 ll, hoppið fram 1,5 cm*, endurtakið frá *-* í kringum allan kantinn að framan og endið á 1 fl. Klippið frá og festið enda.
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
 
Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.