Perluprjónshúfa
Þessi skemmtilega húfa heldur hita á þér í vetur. Prjónuð úr Drops Nepal sem nú er á 30% afslætti hjá okkur.
Stærðir: S/M (L/XL)
Höfuðmál: ca 53/55 (56/58) cm
Garn: Drops Nepal fæst í Handverkskúnst
Litur grár nr 0501: 100 (100) g
Prjónar: Hringprjónn 60 cm nr 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur með perluprjóni verði 10 cm.
Tvöfalt perluprjón:
Umferð 1 (rétta): *Prjónið 1 L sl, 1 L br*,endurtakið frá *-*.
Umferð 2 (ranga): Prjónið sl yfir sl og br yfir br.
Umferð 3 (rétta):Prjónið br yfir sl og sl yfir br.
Umferð 4 (ranga): Prjónið eins og umf 2.
Endurtakið umf 1 til 4.
Garðaprjón (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.
Aðferð: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 80 (88) lykkjur. Prjónið 1 umf slétt, prjónið nú tvöfalt perluprjón – sjá skýringu að ofan – yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist 20 (21) cm (stillið af þannig að síðasta umf er frá réttu) er prjónað garðaprjón – sjá skýring að ofan – til loka, JAFNFRAMT er lykkjum fækkað í 4. hverri umf þannig:
Umferð 4: Fækkið um 16 (18) lykkjur jafnt yfir (= ca 5. hver L) = 64 (70) lykkjur á prjóni.
Umferð 8: Fækkið um 13 (14) lykkjur (= ca 5. hver L) = 51 (56) lykkjur.
Umferð 12: Fækkið um 10 (11) lykkjur (= ca 5. hver L) = 41 (45) lykkjur.
Umferð 16: Fækkið um 9 (9) lykjur (= ca 5. hver L) = 32 (36) lykkjur.
Umferð 20: Prjónið allar lykkjur 2 og 2 slétt saman = 16 (18) lykkjur.
Umferð 24: Prjónið allar lykkjur 2 og 2 slétt saman = 8 (9) lykkjur.
Klippið bandið frá og dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru. Saumið húfuna saman við miðju að aftan, saumið kanti í kant þannig að saumurinn verði ekki of þykkur.
Húfan mælist ca 26 (27) cm. Festið bandið vel og þvoið húfuna.
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is