Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Perluprjónshúfa
Hannyrðahornið 24. október 2018

Perluprjónshúfa

Þessi skemmtilega húfa heldur hita á þér í vetur. Prjónuð úr Drops Nepal sem nú er á 30% afslætti hjá okkur. 
 
Stærðir:  S/M (L/XL)
 
Höfuðmál: ca 53/55 (56/58) cm
 
Garn: Drops Nepal fæst í Handverkskúnst
 
Litur grár nr 0501: 100 (100) g
 
Prjónar: Hringprjónn 60 cm nr 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur með perluprjóni verði 10 cm.
 
Tvöfalt perluprjón:
Umferð 1 (rétta): *Prjónið 1 L sl, 1 L br*,endurtakið frá *-*.
Umferð 2 (ranga): Prjónið sl yfir sl og br yfir br.
Umferð 3 (rétta):Prjónið br yfir sl og sl yfir br.
Umferð 4 (ranga): Prjónið eins og umf 2.
Endurtakið umf 1 til 4.
 
Garðaprjón (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.
 
Aðferð: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 80 (88) lykkjur. Prjónið 1 umf slétt, prjónið nú tvöfalt perluprjón – sjá skýringu að ofan – yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist 20 (21) cm (stillið af þannig að síðasta umf er frá réttu) er prjónað garðaprjón – sjá skýring að ofan – til loka, JAFNFRAMT er lykkjum fækkað í 4. hverri umf þannig: 
Umferð 4: Fækkið um 16 (18) lykkjur jafnt yfir (= ca 5. hver L) = 64 (70) lykkjur á prjóni.
Umferð 8: Fækkið um 13 (14) lykkjur (= ca 5. hver L) = 51 (56) lykkjur.
Umferð 12: Fækkið um 10 (11) lykkjur (= ca 5. hver L) = 41 (45) lykkjur.
Umferð 16: Fækkið um 9 (9) lykjur (= ca 5. hver L) = 32 (36) lykkjur.
Umferð 20: Prjónið allar lykkjur 2 og 2 slétt saman = 16 (18) lykkjur.
Umferð 24: Prjónið allar lykkjur 2 og 2 slétt saman = 8 (9) lykkjur.
 
Klippið bandið frá og dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru. Saumið húfuna saman við miðju að aftan, saumið kanti í kant þannig að saumurinn verði ekki of þykkur. 
 
Húfan mælist ca 26 (27) cm. Festið bandið vel og þvoið húfuna.
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
Endurlit
Hannyrðahornið 19. mars 2025

Endurlit

Þessi peysa er endurunnin, var hönnuð fyrir nokkrum áratugum en ástæða þótti til...

Hettutrefill
Hannyrðahornið 5. febrúar 2025

Hettutrefill

Hettutreflar eru mjög vinsælir núna. Þessi er prjónaður úr DROPS Daisy og DROPS ...

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.