Þytur í laufi
Fallegur prjónaður púði með gatamynstri.
Mál:
ca 45 x 45 cm – púðaverið passar fyrir kodda 50 x 50 cm það er fallegra ef það strekkist aðeins á verinu.
Garn: DROPS Merino Extra Fine, 400 g litur 08, ljós beige.
Prjónar. Sokkaprjónar og hringprjónar 40 cm nr 3 - eða þá stærð sem þarf til að 23 lykkjur og 32 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.
AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með ½ númeri grófari prjónum.
PÚÐI:
Stykkið er prjónað í hring í ferning á sokkaprjóna/hringprjóna með byrjun frá miðju á ferning. Prjónuð eru 2 alveg eins stykki sem síðan eru saumuð saman.
Fitjið upp 8 lykkjur á sokkaprjón 3 með Merino Extra Fine. Prjónið mynstur hringinn eftir mynsturteikningu A.1 (= 2 lykkjur) alls 4 sinnum í umferð – lesið MYNSTUR að ofan.
Skiptið yfir á hringprjón þegar aukið hefur verið út nægilega margar lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar öll mynstureining A.1 hefur verið prjónuð til loka eru 128 lykkjur í umferð. Setjið 4 prjónamerki án þess að prjóna þannig: Setjið fyrsta prjónamerkið í byrjun umferðar, annað prjónamerki eftir 32 lykkjur, setjið þriðja prjónamerkið eftir 32 lykkjur og setjið fjórða prjónamerkið eftir 32 lykkjur, látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu.
Prjónið síðan mynstur þannig: Prjónið * A.2 (= 2 lykkjur), A.3 yfir næstu 28 lykkjurnar (= 2 mynstureiningar með 14 lykkjum) og A.4 (= 2 lykkjur) *, prjónið *-* alls 4 sinnum í umferð. Þegar A.2/A.3/A.4 er lokið á hæðina eru 60 lykkjur á milli hverra prjónamerkja (= 240 lykkjur í umferð).
Prjónið síðan mynstur þannig: Prjónið * A.2 (= 2 lykkjur), A.3 yfir næstu 56 lykkjurnar (= 4 mynstureiningar með 14 lykkjum) og A.4 (= 2 lykkjur) *, prjónið frá *-* alls 4 sinum í umferð. Þegar A.2/A.3/A.4 er lokið á hæðina eru 88 lykkjur á milli hverra prjónamerkja (= 352 lykkjur í umferð). Ferningurinn mælist ca 45 x 45 cm. Fellið laust af – lesið AFFELLING að ofan. Prjónið annað stykki alveg eins.
FRÁGANGUR:
Leggið ferningana saman með röngu á móti röngu. Saumið 3 af hliðunum kant í kant í ystu lykkjubogana. Setjið kodda í verið og saumið síðan meðfram síðustu hliðinni.