Handverksmarkaður í Króksfjarðarnesi
Þeir sem leggja leið sína í Reykhólahrepp í sumar ættu alls ekki að sleppa því að koma við á handverksmarkaðnum í Króksfjarðarnesi í gamla kaupfélagshúsinu.
Þar eru vörur frá hressum og skemmtilegum konum á svæðinu, allt handunnið, eins og lopapeysur, sokkar, vettlingar og húfur og aðrar prjónavörur, munir úr tré og horni, glermunir, leirmunir, skartgripir, textílvörur, málverk, leðurvörur, jólavörur og fleira og fleira.
Ekki má gleyma eina karlmanninum í hópnum en það er Arnór Grímsson, sem sér um að sjóða rabarbarasultuna fyrir veitingastaðinn í kaupfélagshúsinu. Þar er góð aðstaða til að tylla sér niður og njóta þess sem er í boði.