Hrafnagil í raftónum
Raftónlistarmaðurinn Árni Grétar, eða Futurgrapher, hefur sent nýlega frá sér plötu sem hann kallar Hrafnagil.
Á plötunni er að finna taktföst, líðandi, mínimalísk og dreymandi lög sem heita nöfnum eins og Pollurinn, Móatún, Útnaust og Hóll. Í sumum þeirra er blandað saman raf- og náttúruhljóðum, eins og vatnsnið, sem á vel við í sveitinni og ekki síst við sauðburð, kartöfluniðursetningu og heyskap.
Árni segir um tónlistina að hún sé samin til heiðurs stórbóndanum Gutta í Hænuvík á sunnanverðum Vestfjörðum. Árni Grétar er með þekktari raftónlistarmönnum á Íslandi og eigandi að jörð í Patreksfirði.
Tónlistin er hljóðrituð á árunum 2014 til 2016 og er þetta þriðja einmennings breiðskífa Futuregrapher. Hinar hétu LP og Skynvera.