Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ekki þurftu krakkarnir að fara langt eftir fræinu, sem nóg var af á trjánum á skólalóðinni.
Ekki þurftu krakkarnir að fara langt eftir fræinu, sem nóg var af á trjánum á skólalóðinni.
Mynd / Vefsíða Egilsstaðaskóla.
Líf og starf 2. nóvember 2021

Mikill áhugi fyrir að safna birkifræi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Nemendur í þriðja bekk í Egilsstaðaskóla söfnuðu birkifræi og tóku þátt í átaki Landgræðslunnar og Skógræktarinnar sem felst í að breiða út birkiskóga landsins.

Fræinu sem börnin söfnuðu verður dreift á Egilsstaðahálsi.Fram kemur á vef skólans ekki hafi verið verið leitað langt yfir skammt enda engin ástæða til ef gott birki er innan seilingar.

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri tekur við fræinu og lofaði að koma því fyrir á góðum stað í nágrenninu.

Á skólalóðinni fundust birkitré sem voru alþakin þroskuðum reklum. Krakkarnir sýndu söfnuninni mikinn áhuga og var hvert boxið á fætur öðru fyllt og tæmt í poka.

Í framhaldinu var næsta skref að heimsækja Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra þar sem pokinn var afhentur. Í honum reyndust vera alls 947 grömm af fræi.

Stuðla að betri framtíð

Skógræktarstjóri lofaði að sjá til þess að fræið yrði þurrkað og fundinn góður staður til að sá því svo nýr skógur geti vaxið upp.

Ætlunin er að sá því beint í jörð upp með Egilsstaðahálsi í átt að Rauðshaug. Þannig gagnast þetta í nágrenni Egilsstaða og þar með hafa nemendurnir ungu stuðlað að betri framtíð í umhverfi sínu. 

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...