Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Það var margt um manninn í réttunum í stilltu og fallegu veðri. Réttir eru alltaf mikil mannamót og gaman að sjá hvað margir klæðast íslenskum lopapeysum.
Það var margt um manninn í réttunum í stilltu og fallegu veðri. Réttir eru alltaf mikil mannamót og gaman að sjá hvað margir klæðast íslenskum lopapeysum.
Mynd / MHH
Líf og starf 16. september 2021

Smalað í Hrútatungurétt

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrstu haustréttir landsins fóru fram laugardaginn 4. september og standa nú réttir sem hæst yfir víða um land. 

Hrútatungurétt í Hrútafirði var ein af þeim réttum sem réttað var í 4. september. Um fjögur þúsund fjár voru í réttunum og komu lömbin vel holduð og falleg af fjalli. 

Magnús Hlynur Hreiðarsson var í réttunum og tók meðfylgjandi ljósmyndir.

Bændur voru ánægðir með það hvað lömbin komu falleg af fjalli.

Kvenfélag Staðarhrepps sá um kaffiveitingarnar í réttarhléinu af sínum myndarskap.

Það er mjög mikilvægt að skoða mörkin vel þannig að kindurnar fari nú örugglega í réttan dilk.

Það á að vera gaman og það er gaman í réttum. Hér að ofan er Anna Björk Björgvinsdóttir að draga fyrir Þóroddsstaði.

Stundum þarf að bera lömbin í dilkana sína, hér hefur Sigurbjörg Þorsteinsdóttir á Reykjum brugðið á það ráð.

Ómar Elí Fannarsson, sjö ára, var að fara í sínar fyrstu réttir. Honum fannst ótrúlega gaman í réttunum og fékk stundum aðstoð ömmu sinnar við að draga.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...