Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 3. júní 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er spenntur og glaður í lund. Hann ætti að vinna áfram með skipulagningu lífs síns, en hafa í huga að einhver í náfjölskyldunni þarfnast athygli hans og jafnvel fleiri en einn. Vatnsberinn þarf því að rækta fjölskyldutengslin sem best hann getur um þessar mundir. Happatölur 30, 7, 73.

Fiskurinn er endurnærður og hress eftir örlítið gráa daga. Hann veit innra með sér að honum eru allir vegir færir og stoðir hans styrkar en þó örlar aðeins á óframfærni einhvers staðar. Fiskurinn ætti því að hlúa að sér eftir bestu getu og njóta samveru vina og ættingja um stund. Happatölur 8, 6, 18.

Hrúturinn er skyndilega léttari á sér en áður og finnst hann frjáls. Tilfinning frelsis er ávallt jákvæð og hrúturinn þarf svo sannarlega á því að halda eftir þungan vetur. Lífið virðist loks vera komið í fastar skorður, að minnsta kosti um sinn, og gott að njóta þess á meðan er. Happatölur 5, 15, 32.

Nautið er á góðu róli eftir tiltölulega auðvelda fyrstu mánuði ársins. Fjármál eru því ofarlega í huga og tíminn sjaldan betri til að ýta áfram því sem þarf fyrir frekari innkomu. Einhver veikindi eru í kortunum og taka skal þau alvarlega svo þau verði ekki þrálát. Happatölur 28, 2, 78.

Tvíburinn er manna glaðastur í birtunni sem ýtir undir jákvæðnina í lundarfari hans. Einhverjir verða hissa á skapferli hans en tvíburinn ætti að tileinka sér að viðhalda þessari skemmtilegu breytingu á sjálfum sér. Það verður honum til góða á komandi tímum. Happatölur 25, 45, 6.

Krabbinn finnur að tilfinningar hans eru við það að bera hann ofurliði. Þarna er um sterkar kenndir að ræða en ekki skal kynda undir þeim nema jákvæðar séu. Hatur og óvild gerir engum gott og síst manni sjálfum á meðan ástin getur sigrað allt. Happatölur 88, 14, 66.

Ljónið er auðmjúkur og lítillátur í hjarta. Hann veit innst inni að hann hefur á einhvern hátt brynjað sig í langan tíma en ætti nú að rjúfa þá brynju og rétta út höndina. Fá að halda í einhvern eða gefa af sér af öllu hjarta. Nú er engu að tapa, jafnvel þó það líti þannig út. Happatölur 2, 48, 67.

Meyjan ætti að gera eitthvað skapandi næstu daga eða stússast við að lagfæra það sem hefur setið á hakanum heima við. Gleyma sér við að vinna með höndunum og láta ekkert trufla sig. Njóta svo afrakstursins og gleðja jafnvel aðra. Happatölur 5, 64, 21.

Vogin hefur einhvern veginn, kannski óvart, stigið einhver skref sem hún átti ekkert að stíga og eru nú því miður farin að vinda upp á sig til hins verra. Því er um að gera að greiða úr öllum flækjum hið snarasta og koma hreint og heiðarlega fram. Happatölur 12, 32, 88.

Sporðdrekinn lætur lítið fyrir sér fara þessa dagana og er spekingslegur á svip. Hann forðast alla truflun og nýtur sín til hins ítrasta enda er ýmislegt sem hann veltir fyrir sér um þessar mundir. Lausn á vissum málum eru í augsýn sem munu koma mjög á óvart, en ekki þó. Happatölur 8, 97, 2.

Bogmaðurinn er vongóður um að óskir hans rætist nú fyrr en síðar. Eitthvað sem hann hefur haft á prjónunum lengi bíður þess að líta dagsins ljós, en svo virðist sem biðin verði örlítið lengur. Allar horfur eru þó á að væntingar bogmannsins verði að veruleika. Happatölur 15, 22, 90.

Steingeitin er óviss um líðan sinna nánustu enda hefur borið á þó nokkrum veikindum hjá þeim sem eru henni nákomnastir. Hún ætti þó að reyna eftir fremsta megni að láta það ekki mikið á sig fá, heldur horfa yfir farinn veg og fallegar minningar enda enginn ódauðlegur. Happatölur 6, 33, 11.

Skylt efni: stjörnuspá

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...