Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Áhöfnin á Gottu VE 108.
Áhöfnin á Gottu VE 108.
Líf og starf 6. desember 2018

Tilgangurinn að sækja sauðnaut og efla byggðir á Íslandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mótorbáturinn Gotta VE 108 fór til Grænlands árið 1929 með ellefu manna áhöfn. Tilgangurinn var að fanga sauðnaut, sem ætlað var að yrðu vísir að nýrri búgrein á Íslandi.

Í bókinni Grænlandsför Gottu segir höfundurinn og útgefandinn, Halldór Svavarsson, frá ferðinni þar sem skipshöfnin lenti oft í mikilli hættu og hremmingum, þar sem lítið mátti út af bregða.

Ferðin heppnaðist að mestu leyti vel og voru nautin höfð almenningi til sýnis á Austurvelli í Reykjavík. Þrátt fyrir að lítið yrði úr áformum um sauðnautaeldi á Íslandi.

Halldór, sem er úr Vestmanna­eyjum, segist muna eftir Gottu sem fiskibát frá því að hann var strákur og hann segist hafa heyrt talað um Grænlandsferðina en vissi lítið um hvað hún snerist. „Ég er grúskari í eðli mínu og rakst löngu síðar á grein um ferðina í Ársriti Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum, Blik, sem vakti áhuga minn. Í framhaldi af því fór ég að skoða heimildir um ferðina og grafa upp meira af upplýsingum. Ég fór á öll söfn sem ég taldi að gætu geymt upplýsingar um ferðina og leitaði fanga auk þess sem ég talaði við alla niðja þeirra sem fóru í ferðina og safnaði ljósmyndum sem teknar voru í ferðinni og tengdust henni. Á meðan á upplýsingaöfluninni stóð fann ég fyrir talsverðum áhuga á ferðinni.

Tilgangur ferðarinnar var að sækja til Grænlands sauðnaut og flytja þau til Íslands og efla þannig byggð í landinu þar sem hún var að leggjast af. Eldið tókst ekki sem skyldi og að mínu mati aðallega vegna vanþekkingar.

Smám saman skýrðist myndin og þekkingin jókst og á endanum ákvað ég að taka efnið saman og gefa það út í bók.“ 

Bryndís og Rosemary
Líf og starf 5. nóvember 2024

Bryndís og Rosemary

Kunnar briddskempur, Bryndís Þorsteinsdóttir og Rosemary Shaw, eru Íslandsmeista...

Lopi leiðtoganna
Líf og starf 4. nóvember 2024

Lopi leiðtoganna

Íslenska ullin hefur lengi verið aðaluppistaðan í klæðnaði hérlendis og staðið a...

„... smalinn er alkominn heim“
Líf og starf 4. nóvember 2024

„... smalinn er alkominn heim“

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Stephan G. Stephanssyni.

Kýrbyrjunin eða Cow opening
Líf og starf 1. nóvember 2024

Kýrbyrjunin eða Cow opening

Í skák eru til mjög margar byrjanir, sem í gegnum tíðina hafa fengið ýmis nöfn. ...

Sparneytinn sjö manna jepplingur
Líf og starf 31. október 2024

Sparneytinn sjö manna jepplingur

Bændablaðið fékk til prufu Kia Sorento Plug-in Hybrid. Hér er á ferðinni stór sj...

Limrur og léttar hugleiðingar
Líf og starf 31. október 2024

Limrur og léttar hugleiðingar

Þorsteinn G. Þorsteinsson er höfundur nýrrar bókar, Limrur og léttar hugleiðinga...

Húllumhæ á áttræðisafmælinu
Líf og starf 30. október 2024

Húllumhæ á áttræðisafmælinu

Árið 1944 var Leikfélag Blönduóss formlega stofnað og starfaði nánast óslitið fr...

Heil vika til eflingar íslenskri sauðfjárrækt
Líf og starf 30. október 2024

Heil vika til eflingar íslenskri sauðfjárrækt

Þann 5. október síðastliðinn lauk ævintýralegri viku sem haldin var að frumkvæði...