Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Voru sjálfboðaliðar óþreytandi við þau verk er vinna mátti þó askan dreifðist um allt. Hér eru ötulir vinnumenn og konur með gosið í baksýn.
Voru sjálfboðaliðar óþreytandi við þau verk er vinna mátti þó askan dreifðist um allt. Hér eru ötulir vinnumenn og konur með gosið í baksýn.
Mynd / Sigurjón Einarsson frá Oddsstöðum - Wikipedia
Menning 25. júlí 2023

Heimaeyjargosið

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú 3. júlí síðastliðinn voru fimmtíu ár síðan fyrsta gosi sem hafist hefur í byggð lauk.

Morgunblaðið laugardaginn 27. janúar, skömmu eftir að gos hófst. Myndatextinn segir: „Vikurinn kaffærir húsin smátt og smátt. Í baksýn er ógnvaldurinn spúandi eldi og eimyrju.“ Ljósmyndari er Sigurgeir Jónasson.
(www.timarit.is)

Er um Heimaeyjargosið að ræða, en það þótti ótrúleg gæfa hve vel tókst til við björgun á fólki og stórum hluta eigna. Þó grófust í öskuna nær þriðjungur húsa, þar á meðal rafveitan, en með ötulli vinnu og þolgæði sjálfboðaliða, björgunarsveitarmanna og annarra tókst að bjarga því sem bjargað varð.

Langflestir eyjabúa flýðu gosið sjóleiðina en nokkur hundruð manns með flugvélum, þá aðallega eldriborgarar og sjúklingar. Komu allir sem vettlingi gátu valdið til aðstoðar, til að mynda bátar sem voru á veiðum í nágrenni eyjanna og allur tiltækur floti flugvéla sem náðist í. Fór svo að á morgni fyrsta gosdags höfðu allir eyjabúar stigið fæti á öruggt land, að undanskildum þeim 2-300 sem urðu eftir til að sinna því sem sinna þurfti. Voru kindur fluttar með flugvél Fraktflugs yfir til meginlandsins, auk kálfa. Hænsnfé hins vegar var sett í kassa og flutt með skipi til lands.

Í Morgunblaðinu miðvikudaginn 24. janúar má sjá brot af upplifunum þeirra Eyjamanna sem flúðu heimili sín – við komuna til Þorlákshafnar. Hér eru þau Pétur Guðjónsson og Lilja í Kirkjubæ og segir Lilja að í raun hafi eldhafið verið við bæjardyrnar hjá þeim.

Hófst þá ótrúlegt þrekvirki þeirra sem eftir stóðu. Neglt var fyrir glugga húsa sem sneru að gosinu, húsþök styrkt og gjalli sópað af þökum. Búslóðum var pakkað saman og fluttar til geymslu auk þess sem þúsundum bifreiða var komið upp á land. Talið er að komið hafi verið í veg fyrir milljarðatjón á eignum bæjarbúa.

Í Morgunblaðinu miðvikudaginn 24. janúar má sjá brot af upplifunum þeirra Eyjamanna sem flúðu heimili sín – við komuna til Þorlákshafnar. Hér á myndinni hefur ungi maðurinn í hægra horninu orðið og segir: „Nei, maður varð ekki hræddur heldur aðallega ruglaður, já, alveg ringlaður.“

Stuttu eftir upphaf gossins var stofnaður sjóður til þess að tryggja hag Vestmannaeyinga, m.a. vegna tekjumissis og eignatjóns. Einnig til þess að greiða kostnað vegna björgunarstarfs, tryggja hag Vestmannaeyinga og stuðla að vernd og endurreisn byggðar. Var sá sjóður kallaður Viðlagasjóður. Það var ekki vanþörf á þessu enda, eins og kemur fram í Gosannál Vestmannaeyinga, að um tveimur mánuðum eftir að gos hófst, var lítið lát á ósköpunum.

26. mars: Hraun fer enn að renna og 30 hús fara undir hraun. Vatnsleiðslan komin í sundur. Rafstöðvarhúsið farið undir hraun. Mörg gömul og merk hús fara undir hraun, t.d. Brydeshús, sundlaugin, Godthåb, bankahúsið gamla og verslun Haralds Eiríkssonar. Gaseitrun hættulega mikil.

Mánuði síðar er enn heitt í kolunum, en þó reyna sumir að halda dampi og setja niður kartöflur.

25. apríl: Mikill hiti í húsum við Kirkjubæjarbraut, viður svíður og málning flettist af. Einhverjir hafa sett niður kartöflur.

Flutningur fjölskyldna aftur til Vestmannaeyja til baka hófst fyrir alvöru í ágúst og í nóvember sama ár höfðu rúmlega 2.000 manns snúið til baka af rúmum 5.000. Þeirra beið mikil og erfið vinna, enda þótt gosi hefði lokið stóð þykk askan eftir og talið er að eyðilegging hafi orðið á allt að 60% húsa bæjarins.

Í dag búa rúmlega fjögur þúsund manns í Heimaey, 12. fjölmennustu byggð á Íslandi, en Vestmannaeyjar samanstanda af alls 15 eyjum og um 30 skerjum og dröngum.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...